Póstinum gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 13:39 Brot Íslandspósts sneru að fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Vísir/Vilhelm Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira