Lést af völdum kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2020 14:08 Ágústa Ragnhildur lætur eftir sig eiginmann, fjögur börn, barnabörn og langömmubörn. Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14