„Þetta er mjög djúp kreppa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira