Umhugsunarefni hversu langt sum Evrópuríki ganga Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 22:43 Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni í dag. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent