Umhugsunarefni hversu langt sum Evrópuríki ganga Sylvía Hall skrifar 5. apríl 2020 22:43 Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni í dag. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Dæmi séu um að Evrópuríki séu að færa auknar valdheimildir til framkvæmdavaldsins á þessum tímum og það sé umhugsunarefni. „Mér hefur ekki fundist það spennandi þróun og ég er ánægð með það að þó svo að þingið sé ekki á fullu gasi, að þá erum við með þing starfandi. Hér er ekki verið að beita bráðabirgðalögum eða neinu slíku,“ segir Katrín, en hún var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir Ungverjaland ýktasta dæmið í þessu samhengi en það sé þó ekki einsdæmi. Þessi tilhneiging sé til staðar víða en það sé ekki jákvæð þróun. „Ég er mikill þingræðissinni sjálf, og átta mig alveg á því að upp geta komið einstakar aðstæður. Þær eru sem betur fer mjög sjaldgæfar á síðari árum í íslenskum stjórnmálum og það er til góðs,“ segir Katrín og bætir við að það sé öllum fyrir bestu að mál fái þinglega meðferð. Það tryggi almennt bestu niðurstöðuna. „Ég segi það bara alveg hiklaust, það er til góðs fyrir þær tillögur, til að mynda þær sem við í ríkisstjórninni höfum verið að gera, að þær hafa verið að fara í gegnum þingið og fengið þinglega meðferð. Það hefur verið til góðs fyrir niðurstöðuna og það er mikilvægt fyrir samfélagið.“ Hún segir mikilvægt að halda í lýðræðið þó að neyðarástand sé í heiminum öllum. „Við verðum líka að huga að því að það gangi ekki á okkar lýðræðislegu hefðir.“ Heilbrigðismálin í fyrsta sæti Ríkisstjórnin hefur nú þegar farið í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þess að takmarka neikvæðar efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Að sögn Katrínar munu ríkisfjármálin skýrast betur þegar fjármálaáætlun til lengri tíma verður lögð fram. „Það er alveg ljóst að það eru allar forsendur brostnar, að ríkissjóður verður rekinn með verulegum halla – ég ætla ekki að segja til um nákvæmlega hve miklum og efnahagslega erum við að sjá sviðsmyndir breytast nánast frá degi til dags,“ segir Katrín. „Lokanir landamæra og óvissan um það hvenær þau verða opnuð aftur hafa auðvitað alveg gríðarleg áhrif og við verðum að vera reiðubúin að búa okkur undir í raun og veru verstu sviðsmyndir í því líka.“ Hún segir stjórnvöld hafa haft skýr leiðarljós þegar kemur að því að bregðast við faraldrinum og þar séu heilbrigðismálin ofar öllu öðru. Það skipti mestu máli að ná markmiðum í heilbrigðismálum og hemja útbreiðslu veirunnar. „Síðan þegar kemur að aðgerðum okkar í efnahagsmálum þá er stóra markmiðið að tryggja afkomu fólks.“ Víglínuna má sjá í fullri lengd hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels