Hugsaði það versta en segir verkinn aldrei hafa verið það mikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 20:00 Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira