Hugsaði það versta en segir verkinn aldrei hafa verið það mikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 20:00 Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni, segir að hugurinn hafi leitað í það að hann myndi ekki snúa handbolta aftur en segir hins vegar að verkurinn hafi aldrei verið svo mikill. Skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn stöðvaði danska handboltann eins og margar aðrar íþróttir spilaði Ómar sinn fyrsta handboltaleik í átta mánuði. Hann hafði glímt við meiðsli á höfði. Hann var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var öðruvísi fyrst og fremst. Þetta var ekki eitthvað sem maður er vanur að lenda í og skrýtin meiðsli. Þetta eru meiðsli sem maður þurfti bara að ganga í gegnum eins og allt annað og svo betur fer tókst það,“ sagði Ómar Ingi. „Síðan náði ég að spila í mánuð áður en það stoppaði allt aftur. Þetta hefur verið sérstakt tímabil en gott að vera kominn á skrið aftur.“ Hann segir að hann hafi hugsað út í það versta; að hann myndi aldrei snúa aftur á handboltavöllinn en segir að allir þeir sem hann hafi talað við hafi sagt honum að þetta myndi allt fara vel að endingu. „Maður hugsaði það alveg en mér fannst þetta aldrei vera það mikill verkur sem ég var með að ég myndi ekki geta spilað aftur. Þeir sem ég talaði við sögðu að það væri aldrei spurning um hvort ég myndi koma aftur, heldur bara hvenær.“ Selfyssingurinn segir að tilfinningin að snúa aftur á völlinn hafi verið ólýsanleg. „Það var frábært. Það var algjör snilld. Það er yndislegt að komast aftur í boltann og venjulegt líf. Það hefur ekki komið neitt bakslag og ég var búinn að æfa stigvaxandi í nokkra mánuði áður en ég steig inn á völlinn.“ Klippa: Sportið í dag - Ómar Ingi um höfuðmeiðslin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira