Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 11:09 Íbúar Mumbai bíða eftir niðurstöðum úr skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. AP/Rajanish Kakade Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira