Víðir hlær og slær framboð til forseta út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 13:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, á einum af mörgum upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum. Forseti Íslands Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum.
Forseti Íslands Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira