Víðir hlær og slær framboð til forseta út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 13:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, á einum af mörgum upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum. Forseti Íslands Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum.
Forseti Íslands Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira