Stjörnufans og Þríeykið syngja saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 20:20 Nei, þetta er ekki vetrarbrautin. Bara heill haugur af stjörnum. skjáskot Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Óhætt er að segja að stórskotalið íslensk tónlistarfólks hafi tekið höndum saman við gerð meðfylgjandi myndbands við lagið „Ferðumst innanhúss.“ Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Leifur Geir samdi textann helgina 28. til 29. mars og segir hann að í kjölfarið hafi kviknað sú hugmynd að gera myndband við lagið í anda „We are the world.“ Safna saman stórpoppurum Íslands og þríeykinu svokallaða, fá þau til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Afraksturinn má sjá hér að neðan. Þátttakendur hittust aldrei á meðan ferlinu stóð, voru heima hjá sér við tökur og þannig voru allar reglur um nánd, samkomubann og það að halda sig heima virtar við vinnslu lagsins. Fyrir neðan spilarann má jafnframt nálgast ná textann við lagið, auk upptalningar á öllum þeim sem birtast í myndbandinu. Aðstandendur myndbandsins í stafrófsröð Nafn Hlutverk Birgitta Haukdal Söngur Friðrik Dór Söngur Glowie Söngur Greta Salóme Strengir, Söngur Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir Tónlistarstjórn, hljóðfæraleikur, söngur, framkvæmd Helgi Björnsson Söngur Hildur Vala Einarsdóttir Söngur Ingó Veðurguð Söngur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngur Jón Gunnar Geirdal Markaðssetning og almannatengsl Jón Jónsson Söngur Jón Ólafsson Píanó, Söngur Kristinn Óli Haraldsson - Króli Söngur Kristján Steinn Leifsson Söngur, Trompet Leifur Geir Hafsteinsson Texti, hugmynd, framkvæmd Þórólfur Guðnason Söngur Alma Möller Söngur Víðir Reynisson Söngur Ragnhildur Gísladóttir Söngur Saga Júlía Benediktsdóttir Dúlla – óskar góðrar ferðar í lokin Salka Sól Söngur Sighvatur Jónsson Myndband, klapp Sverrir Bergmann Söngur Texti lagsins Ferðumst innanhúss 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er útilega af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Nú þurfa allir þétt að standa saman og koma COVID-stríðinu á skrið Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði og ferðumst heima við! Góða ferð, góða ferð, góða ferð þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Góða ferð, verum sæl með góða ferð
Samkomubann á Íslandi Tónlist Grín og gaman Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira