Þrefalt fleiri leituðu til Píeta vegna sjálfsvígshugsana í apríl: Fleiri foreldrar leita til samtakanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. maí 2020 20:00 Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leita til Píeta samtakanna vegna sjálfsvígshugsana er þrefalt meiri í apríl mánuði í ár en í sama mánuði í fyrra. Þá leita fleiri áhyggjufullir foreldrar til samtakanna vegna barna sinna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum.„Nú eru margir að að upplifa áföll, hafa jafnvel verið hræddir út af faraldri, upplifað ótta, upplifað fjarhagslegt óöryggi og svo kannski í kjölfarið fylgir atvinnumissir,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta og bætir við að fólk sé misjafnlega í stakk búið til að takast á við áföll. Þá hafi rannsóknir sýnt fram á aukna tíðni sjálfvíga og sjálfvígshugsana á tímum faraldurs. Í apríl fyrra komu 64 einstaklingar í viðtal til samtakanna. „Nú eru það vel yfir tvö hundruð í apríl,“ segir Kristín. Þá hefur verið mikil aukning á símtölum í gegn um símalínu samtakanna. „Í apríl fengum við yfir fimm hundruð símtöl í hús og við ætlum að bregðast við með því að opna 24 tíma símalínu til að reyna sinna þörfinni,“ segir Kristín. Það sé allur gangur á því hverjir leiti til samtakanna. „Okkar aðal hópur í apríl hafa verið karlmenn og aðstandendur fólks sem er að glíma með sjálfsvígshugsanir,“ segir Kristín. Fólkið sé öllum aldri en flestir á bilinu 18 til 30 ára eða 45 til 55 ára. „Það er svona viss aukning í að foreldrar séu að leita til okkar. Þá eiga þeir börn sem eru að glíma við sjálfsvígshugsanir eða eru að stunda sjálfsskaða á einhvern hátt,“ segir Kristín. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira