Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 17:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem heyja baráttu gegn smálánastarfsemi um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28