„Við eigum allavega að grípa til þess sem virðist virka“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2020 12:00 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Forstjóri Alvogen segir malaríulyfið sem fyrirtækið gaf Landspítalanum hafa komið vel út í baráttunni við kórónuveiruna. Deilt hefur verið um virkni lyfsins við veirunni en forstjórinn segir það góðan kost á meðan beðið er eftir bóluefni. Malaríulyfið nefnist Chloroquine og hefur forseti Bandaríkjanna talað ákaft fyrir notkun þess í baráttunni við þennan heimsfaraldur. Fjölmiðlar vestanhafs segja lækna hafa ávísað lyfinu til sjúklinga með það að markmiði að hefta útbreiðslu veirunnar í líkama fólks. Það sé gert án þess að virkni lyfsins gegn veirunni hafi verið rannsökuð í þaula. Rannsóknir gefa tiltölulega góða vísbendingu Alvogen gaf Landspítalanum fimmtíu þúsund skammta af þessu lyfi fyrir skemmstu sem er nú notað víðast hvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Lyfið er framleitt á Indlandi sem lagði á útflutningsbann á lyfið því það er notað sem fyrirbyggjandi meðferð. Lyfið er víðast hvar uppselt og tók það Alvogen tvær vikur að útvega þetta lyf frá Indlandi með aðstoð ráðuneyta og sendiráða. „Það er búið að gera sirka ellefu rannsóknir sem hafa flestar komið nokkuð vel út. Allar þessar rannsóknir eru frekar litlar en gefa tiltölulega góða vísbendingu um að lyfið virki. Ástæðan er einfaldlega sú að það tekur langan tíma að klára formlega rannsóknir sem eru stærri. Það gildir með að þróa ný lyf, það tekur upp undir tíu ár,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Býst ekki við bóluefni fyrr en í fyrsta lagi eftir ár Hann vonar að bóluefni komist á markað sem fyrst, en býst ekki við því fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, líkt og sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt. Í lyfjaþróun sé ekki hægt að sleppa framhjá tímanum. „Vandamálið við lyfjaþróun, það eina sem er mjög erfitt að sleppa og komast fram hjá er tíminn. Það þarf að gera ráðstafanir og rannsóknir. Bóluefni sem er ekki búið að sýna að geymist undir ákveðnum kringumstæðum vel, hafi ekki ákveðnar aukaverkanir og fleira. Það er mjög varhugavert að fara að nota það í einstaklingum án þess að vera búinn að klára allar þær rannsóknir. Það einfaldlega tekur tíma. Þess vegna eins og með klórókínið, það eru allar aukaverkanir þekktar, ef þetta er meðhöndlað þannig og gefið réttum aðilum undir læknishendi, þá á áhættan að vera lítil sem engin. Við eigum allavega að grípa til þess sem virðist virka. Á meðan vonum við auðvitað að bóluefnið komi sem fyrst,“ segir Róbert. Gott fyrir Íslendinga að eiga þennan lager Þess vegna sé gott að eiga birgðir af malaríulyfinu á Íslandi. „Þetta lyf er búið að vera á markaði í áratugi. Læknar ávísa lyfinu, það eru aukaverkanir í sirka hálft prósent tilvika og það er yfirleitt fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að við treystum læknum til að fara vel með þetta. En það er alveg klárt að það er mjög gott fyrir Ísland og Íslendinga að eiga þennan lager og geta gengið að honum,“ segir Róbert. Lyfið þarf að nota snemma í veikindunum Rannsóknir benda til að byrja þurfi að nota lyfið snemma eftir að sýkingu verður vart. „Einfaldlega vegna þess að lyfið kemur í veg fyrir að veiran nái að dreifa sér um líkamann. Ef það er byrjað of seint að taka þetta inn er möguleiki að þetta virki verr. Með því að hafa veglegan lager á Íslandi er hægt að meðhöndla mun fleiri og vonandi fyrr. Við lögðum mikið á okkur að koma þessu til landsins og reyna að kaupa þetta af framleiðendum, þetta er orðið uppselt víðast hvar, bara til að tryggja að minnsta kosti að þetta væri til á Íslandi og menn gætu gripið til þess ef menn vildu,“ segir Róbert. Landspítalinn hafði notað sambærilegt lyf í baráttunni við kórónuveirusýkingar. „Staðan er þannig í dag að Landspítalinn er að nota sambærilegt lyf og sennileg þá meira í tilvikum sem eru mjög alvarleg vegna þess að Landspítalinn hefur ekki haft aðgang að svona stórum lager eins og staðan er í dag,“ segir Róbert. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Forstjóri Alvogen segir malaríulyfið sem fyrirtækið gaf Landspítalanum hafa komið vel út í baráttunni við kórónuveiruna. Deilt hefur verið um virkni lyfsins við veirunni en forstjórinn segir það góðan kost á meðan beðið er eftir bóluefni. Malaríulyfið nefnist Chloroquine og hefur forseti Bandaríkjanna talað ákaft fyrir notkun þess í baráttunni við þennan heimsfaraldur. Fjölmiðlar vestanhafs segja lækna hafa ávísað lyfinu til sjúklinga með það að markmiði að hefta útbreiðslu veirunnar í líkama fólks. Það sé gert án þess að virkni lyfsins gegn veirunni hafi verið rannsökuð í þaula. Rannsóknir gefa tiltölulega góða vísbendingu Alvogen gaf Landspítalanum fimmtíu þúsund skammta af þessu lyfi fyrir skemmstu sem er nú notað víðast hvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Lyfið er framleitt á Indlandi sem lagði á útflutningsbann á lyfið því það er notað sem fyrirbyggjandi meðferð. Lyfið er víðast hvar uppselt og tók það Alvogen tvær vikur að útvega þetta lyf frá Indlandi með aðstoð ráðuneyta og sendiráða. „Það er búið að gera sirka ellefu rannsóknir sem hafa flestar komið nokkuð vel út. Allar þessar rannsóknir eru frekar litlar en gefa tiltölulega góða vísbendingu um að lyfið virki. Ástæðan er einfaldlega sú að það tekur langan tíma að klára formlega rannsóknir sem eru stærri. Það gildir með að þróa ný lyf, það tekur upp undir tíu ár,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. Býst ekki við bóluefni fyrr en í fyrsta lagi eftir ár Hann vonar að bóluefni komist á markað sem fyrst, en býst ekki við því fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, líkt og sóttvarnalæknir hefur sjálfur sagt. Í lyfjaþróun sé ekki hægt að sleppa framhjá tímanum. „Vandamálið við lyfjaþróun, það eina sem er mjög erfitt að sleppa og komast fram hjá er tíminn. Það þarf að gera ráðstafanir og rannsóknir. Bóluefni sem er ekki búið að sýna að geymist undir ákveðnum kringumstæðum vel, hafi ekki ákveðnar aukaverkanir og fleira. Það er mjög varhugavert að fara að nota það í einstaklingum án þess að vera búinn að klára allar þær rannsóknir. Það einfaldlega tekur tíma. Þess vegna eins og með klórókínið, það eru allar aukaverkanir þekktar, ef þetta er meðhöndlað þannig og gefið réttum aðilum undir læknishendi, þá á áhættan að vera lítil sem engin. Við eigum allavega að grípa til þess sem virðist virka. Á meðan vonum við auðvitað að bóluefnið komi sem fyrst,“ segir Róbert. Gott fyrir Íslendinga að eiga þennan lager Þess vegna sé gott að eiga birgðir af malaríulyfinu á Íslandi. „Þetta lyf er búið að vera á markaði í áratugi. Læknar ávísa lyfinu, það eru aukaverkanir í sirka hálft prósent tilvika og það er yfirleitt fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að við treystum læknum til að fara vel með þetta. En það er alveg klárt að það er mjög gott fyrir Ísland og Íslendinga að eiga þennan lager og geta gengið að honum,“ segir Róbert. Lyfið þarf að nota snemma í veikindunum Rannsóknir benda til að byrja þurfi að nota lyfið snemma eftir að sýkingu verður vart. „Einfaldlega vegna þess að lyfið kemur í veg fyrir að veiran nái að dreifa sér um líkamann. Ef það er byrjað of seint að taka þetta inn er möguleiki að þetta virki verr. Með því að hafa veglegan lager á Íslandi er hægt að meðhöndla mun fleiri og vonandi fyrr. Við lögðum mikið á okkur að koma þessu til landsins og reyna að kaupa þetta af framleiðendum, þetta er orðið uppselt víðast hvar, bara til að tryggja að minnsta kosti að þetta væri til á Íslandi og menn gætu gripið til þess ef menn vildu,“ segir Róbert. Landspítalinn hafði notað sambærilegt lyf í baráttunni við kórónuveirusýkingar. „Staðan er þannig í dag að Landspítalinn er að nota sambærilegt lyf og sennileg þá meira í tilvikum sem eru mjög alvarleg vegna þess að Landspítalinn hefur ekki haft aðgang að svona stórum lager eins og staðan er í dag,“ segir Róbert.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira