Félags- og barnamálaráðherra grípur til aðgerða vegna fleiri barnaverndarmála Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2020 12:00 Tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað mikið frá því kórónuveiran kom til Íslands. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira