Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Andri Eysteinsson skrifar 9. apríl 2020 10:42 Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Ivan Romano Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte. Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Evrópusambandið verður að aðstoða þau ríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirufaraldrinum með samstilltu og nægilegu átaki sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, í viðtali við BBC. Conte sagði ESB þurfa að stíga upp og takast á við það sem hann sagði vera mestu prófraunina frá seinni heimsstyrjöldinni. Ítalía hefur ásamt fleiri ríkjum óskað eftir því að öll Evrópusambandsríkin deili skuldum sínum vegna kórónuveirunnar, ekki eru öll ríkin þó sammála um aðgerðirnar, sér í lagi hafa Hollendingar lýst yfir andstöðu gegn tillögunni. Hægst hefur á útbreiðslu veirunnar á Ítalíu en landið var í nokkurn tíma það land þar sem flest smit höfðu greinst á heimsvísu. 139.422 tilfelli hafa greinst í landinu og hafa 17.669 látist. Einungis hafa fleiri látist í Bandaríkjunum en smit eru fleiri á Spáni auk Bandaríkjanna. Conte sagði þrátt fyrir að það væri að birta til ættu Ítalir ekki að slaka á. Boð og bönn ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins verði ekki aflétt nema hægt og rólega. „Við þurfum að velja einhver svið sem geta hafið störf að nýju. Við gætum byrjað að slaka á aðgerðum í lok aprílmánaðar,“ sagði Conte. Conte hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín vegna veirunnar en í nýrri könnun sögðust 71% ánægð með störf Conte sem forsætisráðherra. Þó var Conte gagnrýndur í byrjun faraldursins fyrir að hafa ekki lokað Langbarðalandi í heild sinni. „Ef við þyrftum að byrja aftur. Þá myndi ég gera allt eins. Stjórnkerfið á Ítalíu er allt annað en í Kína. Að okkar mati er það að brjóta á stjórnarskrárvörðum réttindum manna stórvægileg ákvörðun sem ekki má taka af rælni,“ sagði Conte.
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira