Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2020 17:10 Þéttbýlt er í flóttamannabúðum Róhingja í Cox's Bazar. EPA/SUMAN PAUL Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika. Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld segja að enginn fái að fara frá eða til Cox's Bazar svæðisins. Engin tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í flóttamannabúðunum en hjálparstofnanir hræðast að ef faraldurinn brjótist þar út yrði það illa búnum heilbrigðisstofnunum þar það um megn. Flestir flóttamannanna komu í búðirnar eftir að mjanmarski herinn ofsótti Róhingja þar í landi árið 2017. Nærri 750 þúsund manns flúðu yfir landamærin til Bangladess þar sem hundruð þúsunda flóttamanna bjuggu þegar. Í síðustu viku varaði Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) við því að 350 þúsund manns í Mjanmar væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart kórónuveirunni. Forsvarsmaður Cox's Bazar svæðisins, Kamal Hossain, tilkynnti aðgerðirnar seint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um mikla fjölgun á kórónuveirusmitum í landinu. Tilfelli kórónuveirusmita í Bangladess hafa tvöfaldast á síðustu fimm dögum en nú eru þau meira en 200 talsins og 20 hafa látið lífið vegna COVID-19 sjúkdómsins. Aðgangur hjálparstofnanna og starfsmanna þeirra að svæðinu hefur verið minnkaður til muna og verður innflutningur á matvælum einnig takmarkaður. Þá mun heilbrigðisþjónusta verða áfram til staðar að því gefnu að ítrustu varúðarráðstafanir verði gerðar. Þá munu allir sem eru ný komnir til landsins þurfa að fara í sóttkví áður en þeir fá að fara á svæðið. Hjálparstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir mögulegum smitum í búðunum vegna þess hve þéttbýlt er þar og lítil heilbrigðisþjónusta er til staðar, þar á meðal er fátt um sjúkrarúm fyrir alvarlega veika.
Bangladess Mjanmar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Róhingjar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira