Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Þórir Guðmundsson skrifar 9. apríl 2020 18:14 Götur New York eru nánast auðar og hjól efnahagslífs í Bandaríkjum snúast hægt. Mary Altaffer/AP Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. Fleiri hafa ekki verið atvinnulausir í Bandaríkjunum síðan á dögum kreppunnar miklu fyrir um 90 árum. Talið er að atvinnuleysi í apríl kunni að ná 15 prósentum vinnufærra manna. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Í Flórída hafa yfirvöld byrjað að úthluta skráningarformum á pappír af því að skráningarsíður á vefnum hafa kiknað undan álaginu. „Þetta er ekki niðursveifla; þetta er Kreppan mikla II,“ sagði Chris Rupkey yfirhagfræðingur MUFG bankans í bréfi til viðskiptavina sinna. Mörgum hefur reynst erfitt að fá atvinnuleysisbætur útborgaðar þrátt fyrir að komast á skrá. Í sumum borgum Bandaríkjanna má þúsundir manna í biðröð eftir ókeypis mat, meðal annars í Orlando, San Diego, Pittsburg og Cleveland. Bandaríkin eru það land í heiminum sem er með flest staðfest smit, eða 430.000, sem er nærri þriðjungur smita á heimsvísu. Þau eru nú farin yfir 1,5 milljónir. Yfirvöld í New York fylki tilkynntu í dag um 799 dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum á einum sólarhring. Talan heldur áfram að hækka. Fleiri en 7.000 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum í fylkinu eða næstum helmingur þeirra 15.000 manna sem hafa látið lífið úr honum í Bandaríkjunum öllum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. Fleiri hafa ekki verið atvinnulausir í Bandaríkjunum síðan á dögum kreppunnar miklu fyrir um 90 árum. Talið er að atvinnuleysi í apríl kunni að ná 15 prósentum vinnufærra manna. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Í Flórída hafa yfirvöld byrjað að úthluta skráningarformum á pappír af því að skráningarsíður á vefnum hafa kiknað undan álaginu. „Þetta er ekki niðursveifla; þetta er Kreppan mikla II,“ sagði Chris Rupkey yfirhagfræðingur MUFG bankans í bréfi til viðskiptavina sinna. Mörgum hefur reynst erfitt að fá atvinnuleysisbætur útborgaðar þrátt fyrir að komast á skrá. Í sumum borgum Bandaríkjanna má þúsundir manna í biðröð eftir ókeypis mat, meðal annars í Orlando, San Diego, Pittsburg og Cleveland. Bandaríkin eru það land í heiminum sem er með flest staðfest smit, eða 430.000, sem er nærri þriðjungur smita á heimsvísu. Þau eru nú farin yfir 1,5 milljónir. Yfirvöld í New York fylki tilkynntu í dag um 799 dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum á einum sólarhring. Talan heldur áfram að hækka. Fleiri en 7.000 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum í fylkinu eða næstum helmingur þeirra 15.000 manna sem hafa látið lífið úr honum í Bandaríkjunum öllum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira