Lykilmenn Vals framlengja við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 20:30 Lovísa Thompson er einn allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Handknattleiksdeild Vals Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári! Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga við nokkra af lykilmönnum sínum í karla- og kvennaflokki. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdi báðir samninga sína um tvö ár en þeir voru í lykilhlutverki er liðið varð deildarmeistari á liðinni leiktíð. Líkt og áður hefur komið fram ákvað HSÍ að aflýsa úrslitakeppninni og því engir Íslandsmeistarar krýndir. Alls skoraði Magnús Óli 93 mör í 20 leikjum á leiktíðinn á meðan Róbert Aron skoraði 35 mörk í 15 leikjum. Þá framlengdu þær Lovísa Thompson, Ragnhildur Edda Þórðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir allar samninga sína. Tvær fyrrnefndu framlengdu um tvö ár á meðan Díana Dögg framlengdi um eitt. Þær hafa allar verið í lykilhlutverki liðsins undanfarin tvö ár en liðið vann þrefalt á síðustu leiktíð. Þær misstu hins vegar deildarmeistaratitilinn til Fram nú í liðinni viku. Lovísa fór á kostum í vetur en hún skoraði 114 mör í 18 leikjum. Díana skoraði 70 mörk í jafn mörgum leikjum og Ragnhildur Edda skoraði 31 mark, einnig í 18 leikjum. Róbert Aron fór mikinn í liði Vals í vetur.Vísir/Handknattleiksdeild Vals Tilkynning Vals Þrátt fyrir vonbrigðin að fá enga úrslitakeppni og að okkar fólk hafi ekki getað keppt um Íslandsmeistaratitlinn eru Valsarar staðráðnir í að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið í vetur og ætla sér að mæta tvíelfdir til leiks á næsta tímabili. Það sendir sterk skilaboð að okkar lykilmenn í báðum meistaraflokkunum eru búin að framlengja samninga sína við félagið. Magnús Óli Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Magnús hefur farið fyrir sóknarleik Valsmanna undanfarin ár og vann hann sér sæti í landsliðshópnum síðasta vor með frammistöðu sinni fyrir félagið. Lovísa Thompson hefur einnig skrifað undir tveggja ára samning. Lovísa var máttarstólpi í sögulegu sigurliði síðasta tímabils þar sem Valskonur unnu alla bikara sem í boði voru og var hún markahæsti leikmaður liðsins á nýloknu tímabili. Róbert Aron Hostert skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Mikill stígandi var í leik Róberts á þessu tímabili og var hann orðinn algjör lykilmaður varnar og sóknarlega þar sem hann var beðinn um að leysa fjölbreytt verkefni sem hann gerði með stakri prýði en eins og allir vita er Róbert einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdi sinn samning við félagið um tvö ár. Ragnhildur Edda hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár en hún spilaði til að mynda alla leikina þegar Valsliðið vann þrennuna og hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti vinstri hornamaður landsins. Díana Dögg Magnúsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Díana hefur eignað sér hægri skyttu stöðu Valsliðsins undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar. Með frammistöðu sinni undanfarin ár fyrir Valsliðið hefur hún unnið sér inn sæti í landsliðinu og skoraði hún til að mynda næst flest mörk á eftir Lovísu á þessu tímabili. Við munum færa frekari fréttir af leikmannamálum á næstu vikum. Þetta eru frábærar fréttir og alveg ljóst að Valsarar stefna áfram á toppinn á næsta ári!
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira