Fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar í Jemen Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:05 Hörmundarástand er í Jemen, skortur er á mat og öllum nauðsynjum og milljónir lifa við hungurmörk Vísir/Getty Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14
COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05
Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30