Sannfærður um að Austurríkisfararnir hafi smitast fyrir flugferðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2020 17:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sannfærður um að fólkið hefur smitast fyrir flugferðina heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira