Nýtt tilfelli ebóla staðfest í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 13:02 Ebólafaraldurinn hefur leikið Austur-Kongó grátt frá því í ágúst 2018 þegar faraldurinn braust þar út. EPA/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma. Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma.
Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59
Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02
Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34