Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 18:30 Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum