Landspítalinn lokaður fyrir gestum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 17:50 Landspítalinn Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Breytileg átt og einhver él á sveimi Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, staðfesti þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Hún segir lokunina í gildi á öllum starfsstöðvum spítalans, og að heimsóknir verði ekki leyfðar nema í mjög sérstökum tilfellum. Slík tilfelli væru þá til dæmis ef sjúklingur væri deyjandi eða ef um barn sem ekki gæti verið án foreldra sinna væri að ræða. Meta yrði slík tilfelli hverju sinni. „Markmiðið er að sjá til þess að hægt sé að takmarka öll möguleg smit og kemur í kjölfar þess að við sjáum samfélagssmit og við erum að bregðast við því,“ segir Anna Sigrún, en í dag var greint frá því að tvö svokölluð innanlandssmit kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi. Það þýðir að minnst tveir einstaklingar hafa smitast hérlendis, en ekki erlendis, líkt og var raunin fyrri smit sem hafa greinst. „Öllu jafna erum við að reyna að sjá til þess að sem fæstir komi á spítalann sem á ekki þangað beint erindi,“ segir Anna Sigrún. Þá hefur hjúkrunarheimilið Grund fylgt fordæmi spítalans og sett á heimsóknarbann frá og með klukkan 17 í dag. Aðstandendum er bent á að hringja á viðeigandi deildir, óski það upplýsinga um ástvini sína eða þess að komast í samband við viðkomandi. Eins hefur hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi gripið til þess ráðs að banna heimsóknir um óákveðinn tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Breytileg átt og einhver él á sveimi Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“