Fréttir

Þjóð­verjar horfi í ríkari mæli að Norður-At­lants­hafi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt.

Innlent

Fleiri stelpur týndar en áður

Nýjum einstaklingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár, í hópi barna með fjölþættan vanda sem lögreglan leitar að hverju sinni. Þá eru breytingar í kynjahlutföllum áberandi nú um stundir, týndar stúlkur voru marktækt fleiri en drengir á síðasta ári. Lögreglumaður segir þessa þróun ekki góða.

Innlent

Út­koman mikill skellur eftir að vonar­neisti kviknaði

Foreldrar tíu ára drengs í Hafnarfirði urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar héraðsdómur hafnaði kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á drengnum. Þau upplifa sig í fangelsi á heimili sínu meðan maðurinn gangi laus. Þá telja þau minni hans afar valkvætt varðandi hvað gerðist örlagaríka nótt í september. Heimsókn til vændiskonu sé í fersku minni en innbrot á heimili þeirra með öllu gleymt.

Innlent

Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel

Nýliðið ár var mikið uppskeruár hjá Náttúruverndarstofnun því gestastofur voru opnaðar víða um land. Þá voru sérstakar sýningar opnaðar á Kirkjubæjarklaustri, í Mývatnssveit og á Hellissandi en allar þessar sýningar fengu sérstök hönnunarverðlaun.

Innlent

Inga vill skóla með að­greiningu

Verðandi mennta- og barnamálaráðherra talar fyrir aðgreindum skólum í þágu barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, skólar án aðgreiningar séu börn síns tíma. Hún vill líta til Finnlands til að bæta íslenska menntakerfið sem hafi brugðist bæði nemendum og kennurum.

Innlent

Átti í úti­stöðum við Frú Ragn­heiði

Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, segir að árekstrar hafi orðið á milli hans og skaðaminnkandi úrræða Rauða krossins fyrir nokkrum árum þegar hópur barna í sprautuneyslu leitaði þangað í miklu mæli. 

Innlent

Meiri­hluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“

Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar.

Innlent

Meiri­hluti vill við­ræður við ESB og mikið mann­fall í Íran

Meirhluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu, sem gerð var í desember. Stjórnmálafræðingur telur líklegt að afstaða fólks taki hröðum breytingum vegna óvissu á alþjóðavísu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent

Jóhanna Lilja, kar­töflu­bóndi í Þykkva­bæ, heiðruð

Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir í Þykkvabæ var útnefnd Samborgari Rangárþings ytra 2025 í hófi á vegum sveitarfélagsins í gær, 10. janúar. Jóhanna Lilja býr í Skarði með manni sínum, Sigurbjarti Pálssyni en þau stunda m.a. kartöflurækt á bænum, auk þess, sem hún hefur unnið við íþróttahúsið og tjaldsvæðið í þorpinu í nokkur ár. Hún er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982.

Innlent

Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykja­nes­hrygg

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn.

Innlent

Banda­ríkin og Ísrael verði skot­mörk verði ráðist að Íran

Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 

Erlent

Út­lit fyrir hríðar­veður á austasta hluta landsins í kvöld

Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig.

Veður

Barn flutt á slysa­deild með á­verka eftir flug­elda

Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Innlent

Þrír hand­teknir vegna gruns um í­kveikju

Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Innlent

Spítalar yfir­fullir af látnum mót­mæ­lendum

Starfsmenn á þremur spítölum í Íran segja að fjöldi slasaðra og látinna mótmælenda sem streyma til þeirra sé slíkur að ekki þeir hafi ekki undan og ekki gefist tími til að veita þeim lífsbjargandi aðhlynningu. Ekkert lát er á gríðarlegum mótmælum sem staðið hafa yfir í landinu vikum saman. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin að hjálpa.

Erlent

Bróðir Dags B „orð­laus“ yfir Krist­rúnu

„Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum.

Innlent

„Klikkuð“ norður­ljós fyrir utan Sel­foss

„Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði.

Innlent

Stofna ný sam­tök gegn ESB aðild

„Til vinstri við ESB“ heita ný samtök sem stofnuð voru í dag, en í tilkynningu segir að samtökin hafni aðild að Evrópusambandinu og markmið þeirra sé að standa gegn tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið.

Innlent

Óttast inn­rætingu íslam­ista í breskum há­skólum

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum styrkja ekki lengur ríkisborgara sína til háskólanáms í Bretlandi, af ótta við að nemendur verði útsettir fyrir innrætingu samtaka á borð við Múslimska bræðralagið. Múslimska bræðralagið eru alþjóðleg samtök múslima sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en ekki í Bretlandi.

Erlent