Fréttir

Sprengdi sig í loft upp við dómshús

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan dómshús í Islamabad í Pakistan í morgun. Þá særðust að minnsta kosti 27 í árásinni en enginn hópur hefur lýst yfir ábyrgð á henni enn sem komið er.

Erlent

Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu

Forsvarsmenn sjálfstæðrar andspillingarrannsóknarstofnunar Úkraínu, sem kallast NABU, segjast rannsaka umfangsmikið spillingarmál í orkugeira ríkisins. Rannsóknin er meðal annars sögð snúa að meintum umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum sem tengjast ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver.

Erlent

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.

Innlent

Bein út­sending: Heims­þing kven­leið­toga – seinni dagur

Seinni dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er einstakur vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga.

Innlent

Kín­verjar menga mest en standa sig samt best

Síðustu átján mánuði hefur Kínverjum tekist að halda í horfinu eða jafnvel draga úr þegar kemur að útblæstri koltvísýrings í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian fjallar um og er sögð vekja vonir um að Kínverjum, sem eru þó mest mengandi þjóð heims, sé að takast að draga úr losuninni, fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

Erlent

Á­ætlanir Bláa lónsins varði alla heims­byggðina

Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að.

Innlent

„Við viljum auð­vitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“

Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi.

Erlent

Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala

Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins.

Erlent

Að­dragandinn að endinum hjá ríkislög­reglu­stjóra

Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær.

Innlent

Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn sams­konar flug­vél

Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum.

Innlent

Hvatningar­verð­laun gegn ein­elti af­hent á Laugar­vatni

Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun.

Innlent

Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mis­tök

Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum.

Erlent

Tekist á um af­greiðslu velferðarnefndar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Innlent

Þörf á endur­skoðun meðferðarheimila fyrir börn

Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar.

Innlent

Dóms­málaráðherra verði að segja satt og rétt frá

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar.

Innlent

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálf­stæðis­flokknum í Reykja­vík

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Mælist nú ekki með eins já­kvætt við­horf til kven­leið­toga

Ísland mælist með 86 stig á mælikvarða sem kortleggur viðhorf til kvenna og karla í leiðtogastöðum og lækkar um eitt stig milli ára. Ísland er áfram efst á lista en viðhorf til kvenleiðtoga virðist hafa versnað í mörgum stærstu ríkjum heims á síðustu árum, sérstaklega meðal yngra fólks.

Innlent

Demó­kratar reiðir hver öðrum en aðal­lega reiðir Schumer

Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag.

Erlent

Arn­dís Soffía tekur við af Grími

Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið.

Innlent

Ætla ekki að endur­skoða rétt sam­kyn­hneigðra til að giftast

Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna höfnuðu í dag að taka fyrir dómsmál sem ætlað var að fella úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að giftast manneskju af sama kyni. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2015 þegar sýsluritari í Kentucky neitaði að veita samkynhneigðum pörum giftingarleyfi.

Erlent

Sarkozy laus úr fangelsi

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, var í dag sleppt lausum úr fangelsi eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir að hafa tekið við milljónum evra frá fyrrverandi einræðisherra Líbíu fyrir kosningabaráttu sína árið 2007.

Erlent

Lagði til að for­sætis­ráð­herrann yrði afhöfðaður

Embættismenn í Kína hafa brugðist reiðir við ummælum nýs forsætisráðherra Japans um að Japanar myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás í eyríkið í framtíðinni. Háttsettur kínverskur erindreki í Japan skrifaði til að mynda færslu þar sem hann gaf til kynna að hausinn yrði höggvinn af Sanae Takaichi, forsætisráðherra.

Erlent