Hummer EV verður sennilega ekki fyrsti raf-pallbíllinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2020 07:00 Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent
Forseti General Motors hefur gefið út yfirlýsingu sem segir að Hummer gæti orðið fyrsti raf-pallbíllinn á markað. GM ætlar að kynna Hummer EV þann 20. maí næstkomandi. Hann á að vera fáanlegur á haustmánuðum næsta árs. Hann á að vera allt að 1000 hestöfl og vera 3 sekúndur í 100km/klst. úr kyrrstöðu. Annað hvort veit Mark Reuss, forseti GM ekki af Rivian sem ætti samkvæmt sínum áætlunum að fara að afhenda pallbíla af gerðinni R1T á þessu ári. Eða þá að Reuss telji Rivian einfaldlega ekki samkeppnisaðila. Tesla hristi upp í pallbílaheimum síðasta haust þegar framleiðandinn kynnti Cybertruck til sögunnar. Tesla tókst að sela sviðsljósi raf-pallbíla um stund. Það má ætla að risarnir þrír í Detriot (GM, FORD og Fiat Chrysler) séu undir pressu að skila sínum raf-pallbílum til neytenda sem allra fyrst. Annars verða þeir gripnir í bólinu. Hættan á slíkri smánun gæti verið kveikjan að þeirri yfirlýsingu sem Reuss gaf út. Yfirlýsingin er röng ef áætlanir Rivian ganga eftir.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent