Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 19:00 Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira