Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 08:28 Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina. AP/Rahmat Gul Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020 Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31