Veitir súrefni inn í anga atvinnulífsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:12 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49