Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Drífa Snædal skrifar 15. maí 2020 14:30 Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. Þetta er ekki tímapunkturinn til að skera niður, skerða lífskjör, selja ríkiseignir eða draga úr styrk innviða. Þessi skilaboð er að finna í áherslum Alþýðusambandsins sem kynntar voru í gær undir heitinu: Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Það römmum við inn stefnuna til skemmri og lengri tíma enda erum við í þeirri stöðu núna að ákveða hvernig samfélag við viljum reisa eftir það áfall sem veiran hefur valdið efnahagnum og atvinnulífinu. Ísland nýtur þess nú að vera fyrirmynd annarra þjóða í heilsuvörnum. Við skulum líka vera fyrirmynd annarra þjóða í endurreisninni þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir fjöldann en ekki hina fáu. Það kostar baráttu við sérhagsmunaöfl og þar þurfa almannaheillasamtök að leggjast á eitt. Niðurstaða þessarar kreppu má ekki verða brunaútsala á ríkiseignum eða að almenningi sé gert að herða sultarólina – þá verður kreppan dýpri og erfiðari en hún þarf að vera. Við skulum byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf en verið hefur til að verja okkur betur fyrir áföllum framtíðar. Sú vegferð að treysta atvinnuuppbyggingu með aukinn matvælaframleiðslu, nýsköpun, tækni og grænum störfum er orðin aðkallandi og við þurfum menntun sem styður við þá uppbyggingu. Við verðum að koma í veg fyrir að kreppan auki kulnun og örorku með því að flýta styttingu vinnuvikunnar og byrja á þeim stéttum sem sinna líkamlega og andlega erfiðum störfum á lægstu laununum. Treystum réttindi á vinnumarkaði og aukum lífsgæði og öryggi fyrir fjöldann en ekki fáa. Verum saman á réttu leiðinni. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. Þetta er ekki tímapunkturinn til að skera niður, skerða lífskjör, selja ríkiseignir eða draga úr styrk innviða. Þessi skilaboð er að finna í áherslum Alþýðusambandsins sem kynntar voru í gær undir heitinu: Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Það römmum við inn stefnuna til skemmri og lengri tíma enda erum við í þeirri stöðu núna að ákveða hvernig samfélag við viljum reisa eftir það áfall sem veiran hefur valdið efnahagnum og atvinnulífinu. Ísland nýtur þess nú að vera fyrirmynd annarra þjóða í heilsuvörnum. Við skulum líka vera fyrirmynd annarra þjóða í endurreisninni þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir fjöldann en ekki hina fáu. Það kostar baráttu við sérhagsmunaöfl og þar þurfa almannaheillasamtök að leggjast á eitt. Niðurstaða þessarar kreppu má ekki verða brunaútsala á ríkiseignum eða að almenningi sé gert að herða sultarólina – þá verður kreppan dýpri og erfiðari en hún þarf að vera. Við skulum byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf en verið hefur til að verja okkur betur fyrir áföllum framtíðar. Sú vegferð að treysta atvinnuuppbyggingu með aukinn matvælaframleiðslu, nýsköpun, tækni og grænum störfum er orðin aðkallandi og við þurfum menntun sem styður við þá uppbyggingu. Við verðum að koma í veg fyrir að kreppan auki kulnun og örorku með því að flýta styttingu vinnuvikunnar og byrja á þeim stéttum sem sinna líkamlega og andlega erfiðum störfum á lægstu laununum. Treystum réttindi á vinnumarkaði og aukum lífsgæði og öryggi fyrir fjöldann en ekki fáa. Verum saman á réttu leiðinni. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar