Aron fastur inni í níu vikur: „Mjög ljúft að komast út að æfa“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 19:00 Aron Bjarnason er í sóttkví í Hlíðahverfinu en fer að losna úr henni og getur brátt byrjað að spila fótbolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti