McIlroy gagnrýnir Trump og vill ekki spila aftur við hann Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 07:00 Rory McIlroy sló væntanlega í gegn hjá öllum með ummælum sínum um Donald Trump. VÍSIR/GETTY Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Donald Trump Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Donald Trump Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira