McIlroy gagnrýnir Trump og vill ekki spila aftur við hann Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 07:00 Rory McIlroy sló væntanlega í gegn hjá öllum með ummælum sínum um Donald Trump. VÍSIR/GETTY Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Donald Trump Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Donald Trump Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira