Þakklát fyrir að muna eftir gleðistundum lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:27 Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín. Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Vígdís Finnbogadóttir segist á níræðisafmæli sínu vera þakklát fyrir að muna eftir hamingjustundum lífsins. Söngvar og ljóðlestur voru skipulagðir í garðinum hjá Vigdísi við Aragötu í dag, í hæfilegri fjarlægð frá afmælisbarninu, sökum þeirra takmarkana sem nú eru í gildi. Viðburðirnir áttu að koma Vigdísi á óvart en hana segist nú hafa grunað í hvað stefndi. „Þetta átti að vera óvænt en maður fréttir nú ýmislegt ef maður hefur opin eyrun og augun," sagði Vigdís glettin í dag. Ánægð var hún engu að síður. „Afmælisdagurinn hefur verið mjög skemmtilegur þar sem það er búið að syngja fyrir mig tvisvar í garðinum. Og hvað getur maður beðið um meira en fallegan söng? Því Íslendingar mega nú eiga það að þeir eiga góða kóra," segir Vigdís. Hópur stórsöngvara á borð við Diddú og Gissur Pál Gissurarson söfnuðst saman í garði Vigdísar í dag.vísir/Vilhelm Aðspurð hvað stendur upp úr á þessum tímamótum er svarið einfalt. „Níutíu ár. Ég er svo heppin að ég hef enn þá nokkuð gott minni. Ég man allar lukkulegu stundirnar, hamingjustundirnar í lífinu, mjög vel. Svo er maður góður að grafa eða láta þær til hliðar sem ekki hafa verið eins gleðilegar," segir Vigdís. Þar sem fólk gat ekki heilsað upp á Vigdísi með hefðbundnum hætti lögðu margir blómvendi við heimili hennar að Aragötu. Vigdís segir samstöðu þjóðarinnar nú vera mikilvæga sem aldrei fyrr. „Við eigum að gera það sem við höfum alltaf gert þegar á móti blæs. Að standa saman og skilja hvert annað. Ekki agnúast. Vera góð hvert við annað þó við megum ekki knúsast. Og ég veit að við erum að gera það öll sömul," segir Vigdís. „Ég dáist að þeim sem hafa verið að senda okkur skilaboðin á þessum tímum, þrenningunni góðu." Heillakveðjum hefur rignt yfir Vigdísi í tilefni dagsins. Forsætisráðherra lýsir Vigdísi sem framsýnni baráttukonu. „Hún hafði þann einstaka hæfileika eftir að hafa unnið forsetakjör 1980 að ná að sameina þjóðina alla að baki sér. Í raun og veru um leið og hún var kjörin þrátt fyrir að baráttan um embættið hafi verið hörð," segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/Arnar „Í forsetatíð sinni setti hún mál á dagskrá sem sannarlega hafa vaxið að mikilvægi í raun og veru allt frá hennar forsetatíð. Þá vil ég nefna jafnréttismál, umhverfismál og svo menningarlega fjölbreytni." Þá hafi hún verið fyrirmynd heillar kynslóðar. „Hún gegndi þessu embætti í sextán ár. Og mér er það alltaf minnisstætt þegar frænka mín spurði, þegar karlmaður var kjörinn forseti eftir að Vigdís lét af embætti: „En getur karl verið forseti?"," segir Katrín.
Tímamót Vigdís Finnbogadóttir Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira