Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 22:55 Joe Biden verður nær örugglega forsetaframbjóðandi demókrata. Þá mun hann etja kappi við Trump forseta sem á annan tug kvenna hefur sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. AP/Evan Vucci Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla hefur ekki leitt í ljós afgerandi vísbendingar um réttmæti ásakana konunnar. Tara Reade er 56 ára gömul í dag en hún starfaði til skamms tíma á skrifstofu Biden á Bandaríkjaþingi þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware árið 1993. Hún fullyrti að Biden hefði neytt hana upp að vegg og stungið fingri sínum inn í kynfæri hennar í viðtali við hlaðvarpsstjórnanda í síðasta mánuði. Hún var 29 ára gömul þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Framboð Biden, sem verður nær örugglega forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningum í nóvember, fullyrðir að ásakanirnar séu algerlega úr lausu lofti gripnar „Þetta gerðist alls ekki,“ sagði framboðið í afdráttarlausri yfirlýsingu fyrr í þessari viku. Upphaflega var Reade ein átta kvenna sem lýstu því hvernig Biden hefði snert þær, faðmað eða kysst á hátt sem lét þeim líða óþægilega í fyrra. Engin þeirra sakaði fyrrverandi varaforsetann þó um kynferðislegt ofbeldi. Biden lofaði bót og betrun í kjölfarið og að sýna meiri nærgætni í samskiptum sínum við fólk. Þá hélt Reade því aðeins fram að Biden hefði strokið henni á hálsinum á opinberum stað, tekið um hár hennar og snert hana á hátt sem henni fannst óþægilegur. Reade er stuðningsmaður Bernie Sanders, keppinautar Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á þessu ári. AP-fréttastofan segist ekki hafa birt upplýsingar úr viðtali við Reade um þær ásakanir í fyrra þar sem hún hafi ekki getað staðfest frásögnina og hluti af lýsingum Reade hafi stangast á við aðrar frásagnir. Segist ekki hafa þorað að tala fyrr Eftir að Reade lýsti meintri árás Biden í viðtali við hlaðvarpsstjórnandann Katie Halper, sem er dyggur stuðningsmaður Sanders, hafa bandarískir fjölmiðlar grafist nánar fyrir um trúverðugleika frásagnar hennar. Niðurstaða þeir er ekki afdráttarlaus. Reade fullyrðir að hún hafi sagt fjórum ástvinum frá atvikinu á sínum tíma, þar á meðal móður sinni sem lést árið 2016. New York Times, Washington Post og AP-fréttastofan hafa fengið staðfest frá tveimur vinum Reade og Collin Moultun, bróður hennar, að hún hafi talað um óviðeigandi hegðun Biden á sínum tíma eða þónokkrum árum síðar. Hvorugur vina hennar vildi koma fram undir nafni. Washington Post segir þó að bróðurinn hafi gefið nokkuð ólíkar frásagnir af því sem Reade á að hafa sagt honum. Í nýlegu viðtali hafi hann sagt að systir sín hefði talað um að Biden hefði hagað sér á óviðeigandi hátt með því að snerta háls hennar og axlir. Nokkrum dögum síðar hafi bróðirinn sent blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagði nú að hann myndi eftir því að Reade hefði talað um að Biden hefði farið með hönd sína inn fyrir fötin hennar. Hún lagði fram skýrslu til lögreglunnar í Washington-borg um að hún hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis árið 1993 á skírdag en nefndi Biden ekki á nafn. Reade staðfesti þó við New York Times að kvörtunin varðaði Biden. Refsivert er að gefa lögreglu falska skýrslu. Fullyrðir Reade að hún hafi ekki þorað að kæra atvikið eða ræða um það opinberlega þegar konurnar stigu fram um óviðeigandi nærveru Biden í fyrra. Hún neitar því að pólitík hafi nokkuð með það að gera að hún hafi nú stigið fram með alvarlegri ásakanir á hendur Biden. Reade segist í tvígang hafa kosið Biden þegar hann var varaforsetaefni Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hún hefur engu að síður ítrekað lýst stuðning við Sanders og gagnrýnt Biden á þessu ári. Engin gögn til og starfsmenn Biden muna ekki eftir Reade Engir starfsmenn skrifstofu Biden á þeim tíma sem árásin á að hafa átt sér stað sögðust aftur á móti muna eftir að hafa heyrt af atvikinu eða neinu sambærilegu atviki á milli Biden og konu. Tveir þáverandi starfsnemar sem unnu með Reade sögðust ekki hafa vitað af ásökunum eða að henni hafi liðið illa yfir meðferð sem hún hlaut í starfi, að sögn New York Times. Reade fullyrðir að hún hafi kvartað undan óviðeigandi hegðun Biden til yfirmanna skrifstofunnar á sínum tíma en ekki vegna kynferðisárásar. Ennfremur hafi hún tilkynnt það formlega til starfsmannaskrifstofu öldungadeildarinnar. Enginn fjölmiðlanna hefur þó getað staðfest að Reade hafi lagt fram slíka kvörtun. Hún hefur ekki afrit af kvörtuninni og hana var ekki að finna í skjalasafni starfsmannaskrifstofunnar. Yfirmenn skrifstofu Biden segjast heldur ekki muna eftir að slík kvörtun hafi nokkru sinni komið inn á þeirra borð eða að Reade hafi leitað til þeirra. Þeir segjast heldur ekki muna eftir Reade sjálfri og vísa á bug að Biden gæti hafa gerst sekur um slíkt athæfi sem hún lýsir nú. AP-fréttastofan segir að Reade hafi einnig orðið missaga um hvernig henni hefði verið ýtt úr starfi eftir að hún kvartaði undan framferði Biden á sínum tíma. Við AP sagði Reade að Dennis Toner, aðstoðarstarfsmannastjóri Biden, hefði sagt sér að hún hentaði ekki vel í starfið og að hún ætti að leita annað. Við New York Times sagði hún hins vegar að það hefði verið Ted Kaufmann, starfsmannastjóri Biden, sem hafi sagt henni það. „Ég myndi muna eftir einhverju eins og þessu ef það hefði einhvern tímann komið upp. Mér finnst þetta svívirðileg ásökun sem er algerlega ósönn,“ segir Toner við Washington Post. Hvorki New York Times né Washington Post fundu neinar hliðstæðar frásagnir af meintu kynferðisofbeldi Biden í viðtölum við á þriðja tug fyrrverandi starfsmanna þingsins og lögfræðinga. Ekkert mynstur um kynferðislegt ofbeldi hafi komið fram við eftirgrennslan þeirra. „Á öllum þeim árum sem ég vann fyrir Biden öldungadeildarþingmann varð ég aldrei vitni að, heyrði af eða fékk neinar kvartanir um óviðeigandi hegðun, punktur, hvorki frá frú Reade né neinum öðrum,“ sagði Marianne Baker, ein þeirra sem Reade segist hafa kvartað til vegna Biden, í yfirlýsingu framboðs Biden. Lofaði Pútín á samfélagsmiðlum Bæði stuðningsmenn Sanders og Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa haldið frásögn Reade á lofti undanfarna daga og vikur. Trump hefur þó sjálfur ítrekað verið sakaður um að áreita konur kynferðislega eða beita þær kynferðislegu ofbeldi. Á annan tug kvenna hefur sett fram slíkar ásakanir á hendur Trump en hann hefur kallað þær lygara. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut upp kollinum myndbandsupptaka frá árinu 2005 þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi í krafti frægðar sinnar. „Þegar maður er stjarna leyfa þær manni að gera það. Maður getur gert hvað sem er. Gripið þær í píkuna,“ heyrðist Trump segja á upptökunni. Hann afsakaði þau orð sem „búningsklefatal“. Stuðningsmenn Biden hafa rifjað upp lof Reade á Vladímír Pútín Rússlandsforseta á samfélagsmiðlum til þess að grafa undan trúverðugleika hennar. Hún hefur meðal annars lýst Pútín sem „samúðarfullum, umhyggjusömum og framsýnum leiðtoga“. Hún segist hafa lært að meta Pútín þegar hún var að kynna sér Rússland fyrir skáldsögu. Nú segir hún lof sitt á rússneska forsetanum hafa verið misráðið. Það breyti þó engu um sannleiksgildi ásakana hennar á hendur Biden. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Tengdar fréttir Obama styður vin sinn Joe Biden Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden. 14. apríl 2020 15:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla hefur ekki leitt í ljós afgerandi vísbendingar um réttmæti ásakana konunnar. Tara Reade er 56 ára gömul í dag en hún starfaði til skamms tíma á skrifstofu Biden á Bandaríkjaþingi þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware árið 1993. Hún fullyrti að Biden hefði neytt hana upp að vegg og stungið fingri sínum inn í kynfæri hennar í viðtali við hlaðvarpsstjórnanda í síðasta mánuði. Hún var 29 ára gömul þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Framboð Biden, sem verður nær örugglega forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningum í nóvember, fullyrðir að ásakanirnar séu algerlega úr lausu lofti gripnar „Þetta gerðist alls ekki,“ sagði framboðið í afdráttarlausri yfirlýsingu fyrr í þessari viku. Upphaflega var Reade ein átta kvenna sem lýstu því hvernig Biden hefði snert þær, faðmað eða kysst á hátt sem lét þeim líða óþægilega í fyrra. Engin þeirra sakaði fyrrverandi varaforsetann þó um kynferðislegt ofbeldi. Biden lofaði bót og betrun í kjölfarið og að sýna meiri nærgætni í samskiptum sínum við fólk. Þá hélt Reade því aðeins fram að Biden hefði strokið henni á hálsinum á opinberum stað, tekið um hár hennar og snert hana á hátt sem henni fannst óþægilegur. Reade er stuðningsmaður Bernie Sanders, keppinautar Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á þessu ári. AP-fréttastofan segist ekki hafa birt upplýsingar úr viðtali við Reade um þær ásakanir í fyrra þar sem hún hafi ekki getað staðfest frásögnina og hluti af lýsingum Reade hafi stangast á við aðrar frásagnir. Segist ekki hafa þorað að tala fyrr Eftir að Reade lýsti meintri árás Biden í viðtali við hlaðvarpsstjórnandann Katie Halper, sem er dyggur stuðningsmaður Sanders, hafa bandarískir fjölmiðlar grafist nánar fyrir um trúverðugleika frásagnar hennar. Niðurstaða þeir er ekki afdráttarlaus. Reade fullyrðir að hún hafi sagt fjórum ástvinum frá atvikinu á sínum tíma, þar á meðal móður sinni sem lést árið 2016. New York Times, Washington Post og AP-fréttastofan hafa fengið staðfest frá tveimur vinum Reade og Collin Moultun, bróður hennar, að hún hafi talað um óviðeigandi hegðun Biden á sínum tíma eða þónokkrum árum síðar. Hvorugur vina hennar vildi koma fram undir nafni. Washington Post segir þó að bróðurinn hafi gefið nokkuð ólíkar frásagnir af því sem Reade á að hafa sagt honum. Í nýlegu viðtali hafi hann sagt að systir sín hefði talað um að Biden hefði hagað sér á óviðeigandi hátt með því að snerta háls hennar og axlir. Nokkrum dögum síðar hafi bróðirinn sent blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagði nú að hann myndi eftir því að Reade hefði talað um að Biden hefði farið með hönd sína inn fyrir fötin hennar. Hún lagði fram skýrslu til lögreglunnar í Washington-borg um að hún hefði verið fórnarlamb kynferðisofbeldis árið 1993 á skírdag en nefndi Biden ekki á nafn. Reade staðfesti þó við New York Times að kvörtunin varðaði Biden. Refsivert er að gefa lögreglu falska skýrslu. Fullyrðir Reade að hún hafi ekki þorað að kæra atvikið eða ræða um það opinberlega þegar konurnar stigu fram um óviðeigandi nærveru Biden í fyrra. Hún neitar því að pólitík hafi nokkuð með það að gera að hún hafi nú stigið fram með alvarlegri ásakanir á hendur Biden. Reade segist í tvígang hafa kosið Biden þegar hann var varaforsetaefni Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hún hefur engu að síður ítrekað lýst stuðning við Sanders og gagnrýnt Biden á þessu ári. Engin gögn til og starfsmenn Biden muna ekki eftir Reade Engir starfsmenn skrifstofu Biden á þeim tíma sem árásin á að hafa átt sér stað sögðust aftur á móti muna eftir að hafa heyrt af atvikinu eða neinu sambærilegu atviki á milli Biden og konu. Tveir þáverandi starfsnemar sem unnu með Reade sögðust ekki hafa vitað af ásökunum eða að henni hafi liðið illa yfir meðferð sem hún hlaut í starfi, að sögn New York Times. Reade fullyrðir að hún hafi kvartað undan óviðeigandi hegðun Biden til yfirmanna skrifstofunnar á sínum tíma en ekki vegna kynferðisárásar. Ennfremur hafi hún tilkynnt það formlega til starfsmannaskrifstofu öldungadeildarinnar. Enginn fjölmiðlanna hefur þó getað staðfest að Reade hafi lagt fram slíka kvörtun. Hún hefur ekki afrit af kvörtuninni og hana var ekki að finna í skjalasafni starfsmannaskrifstofunnar. Yfirmenn skrifstofu Biden segjast heldur ekki muna eftir að slík kvörtun hafi nokkru sinni komið inn á þeirra borð eða að Reade hafi leitað til þeirra. Þeir segjast heldur ekki muna eftir Reade sjálfri og vísa á bug að Biden gæti hafa gerst sekur um slíkt athæfi sem hún lýsir nú. AP-fréttastofan segir að Reade hafi einnig orðið missaga um hvernig henni hefði verið ýtt úr starfi eftir að hún kvartaði undan framferði Biden á sínum tíma. Við AP sagði Reade að Dennis Toner, aðstoðarstarfsmannastjóri Biden, hefði sagt sér að hún hentaði ekki vel í starfið og að hún ætti að leita annað. Við New York Times sagði hún hins vegar að það hefði verið Ted Kaufmann, starfsmannastjóri Biden, sem hafi sagt henni það. „Ég myndi muna eftir einhverju eins og þessu ef það hefði einhvern tímann komið upp. Mér finnst þetta svívirðileg ásökun sem er algerlega ósönn,“ segir Toner við Washington Post. Hvorki New York Times né Washington Post fundu neinar hliðstæðar frásagnir af meintu kynferðisofbeldi Biden í viðtölum við á þriðja tug fyrrverandi starfsmanna þingsins og lögfræðinga. Ekkert mynstur um kynferðislegt ofbeldi hafi komið fram við eftirgrennslan þeirra. „Á öllum þeim árum sem ég vann fyrir Biden öldungadeildarþingmann varð ég aldrei vitni að, heyrði af eða fékk neinar kvartanir um óviðeigandi hegðun, punktur, hvorki frá frú Reade né neinum öðrum,“ sagði Marianne Baker, ein þeirra sem Reade segist hafa kvartað til vegna Biden, í yfirlýsingu framboðs Biden. Lofaði Pútín á samfélagsmiðlum Bæði stuðningsmenn Sanders og Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa haldið frásögn Reade á lofti undanfarna daga og vikur. Trump hefur þó sjálfur ítrekað verið sakaður um að áreita konur kynferðislega eða beita þær kynferðislegu ofbeldi. Á annan tug kvenna hefur sett fram slíkar ásakanir á hendur Trump en hann hefur kallað þær lygara. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut upp kollinum myndbandsupptaka frá árinu 2005 þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi í krafti frægðar sinnar. „Þegar maður er stjarna leyfa þær manni að gera það. Maður getur gert hvað sem er. Gripið þær í píkuna,“ heyrðist Trump segja á upptökunni. Hann afsakaði þau orð sem „búningsklefatal“. Stuðningsmenn Biden hafa rifjað upp lof Reade á Vladímír Pútín Rússlandsforseta á samfélagsmiðlum til þess að grafa undan trúverðugleika hennar. Hún hefur meðal annars lýst Pútín sem „samúðarfullum, umhyggjusömum og framsýnum leiðtoga“. Hún segist hafa lært að meta Pútín þegar hún var að kynna sér Rússland fyrir skáldsögu. Nú segir hún lof sitt á rússneska forsetanum hafa verið misráðið. Það breyti þó engu um sannleiksgildi ásakana hennar á hendur Biden.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Tengdar fréttir Obama styður vin sinn Joe Biden Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden. 14. apríl 2020 15:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Obama styður vin sinn Joe Biden Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden. 14. apríl 2020 15:59