Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 07:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Guðni sat fyrir svörum í Sportinu í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gær. Þar fór hann yfir það hvað KSÍ hefði gert til að styðja við aðildarfélög sín á þeim erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum, líkt og reyndar KSÍ sem hefur skert starfshlutfall starfsmanna á skrifstofu. Þá hefur formaðurinn tekið á sig launaskerðingu. Hálfur milljarður til íþrótta Guðni segir KSÍ hafa verið í góðu sambandi við aðildarfélög sín og stjórnvöld, meðal annars til að leita leiða til að knattspyrnufélög, sem oft séu með starfsfólk í hlutastarfi, geti nýtt launaúrræði stjórnvalda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að verja hálfum milljarði króna til að styðja við íþróttastarf í landinu, en ekki er ljóst hvernig þeim fjármunum verður dreift og er starfshópur á vegum ÍSÍ að skoða leiðir til þess. KSÍ hefur styrkt aðildarfélög sín með því að flýta greiðslum vegna barna- og unglingastarfs, og greiðslum vegna sjónvarpssamninga. Þá er eins og fyrr segir von á stuðningi frá stóru samböndunum, þó aðallega FIFA. Miklir fjármunir í sjóðum FIFA „Við vonum að allt saman geri þetta að verkum að við komumst í gegnum þetta. Við gerum það á endanum. En þar fyrir utan eru auðvitað allir þessir einstaklingar sem þurfa að leggja sitt að mörkum eins og leikmenn, þjálfarar og stjórnendur, og annað launafólk hjá íþróttafélögunum, sem er að koma til móts við félögin,“ sagði Guðni í Sportinu í dag. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig UEFA og FIFA myndu styðja sín sambönd: „Ég held að það sé ótímabært að tjá sig um það en það eru miklir fjármunir í sjóðum hjá FIFA, og mér skilst að FIFA ætli sér að koma með einhvers konar aðstoð til sambandanna og þá aðildarfélaganna innan hvers sambands. Að sama skapi er UEFA auðvitað með ágætis fjármuni. Þar eru menn þó að horfa mögulega fram á verulegt tap tekna vegna breytinganna á EM sem átti að fara fram í sumar, og óvissunnar með Meistaradeildina og svo framvegis. Menn þurfa því að fara varlega, alveg eins og við erum að gera í KSÍ. Við vitum ekki hvernig allir þessir atburðir munu hafa áhrif á okkar fjárhag líka. Við þurfum því að fara varlega en ég geri ráð fyrir því að það verði einhvers konar stuðningur þessara alþjóðasambanda við fótboltann. Við munum fyrst og fremst auðvitað láta okkar aðildarfélög njóta þess. Þetta mun vonandi koma í ljós á næstu dögum og vikum,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um stuðning FIFA og UEFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Guðni sat fyrir svörum í Sportinu í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gær. Þar fór hann yfir það hvað KSÍ hefði gert til að styðja við aðildarfélög sín á þeim erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum, líkt og reyndar KSÍ sem hefur skert starfshlutfall starfsmanna á skrifstofu. Þá hefur formaðurinn tekið á sig launaskerðingu. Hálfur milljarður til íþrótta Guðni segir KSÍ hafa verið í góðu sambandi við aðildarfélög sín og stjórnvöld, meðal annars til að leita leiða til að knattspyrnufélög, sem oft séu með starfsfólk í hlutastarfi, geti nýtt launaúrræði stjórnvalda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að verja hálfum milljarði króna til að styðja við íþróttastarf í landinu, en ekki er ljóst hvernig þeim fjármunum verður dreift og er starfshópur á vegum ÍSÍ að skoða leiðir til þess. KSÍ hefur styrkt aðildarfélög sín með því að flýta greiðslum vegna barna- og unglingastarfs, og greiðslum vegna sjónvarpssamninga. Þá er eins og fyrr segir von á stuðningi frá stóru samböndunum, þó aðallega FIFA. Miklir fjármunir í sjóðum FIFA „Við vonum að allt saman geri þetta að verkum að við komumst í gegnum þetta. Við gerum það á endanum. En þar fyrir utan eru auðvitað allir þessir einstaklingar sem þurfa að leggja sitt að mörkum eins og leikmenn, þjálfarar og stjórnendur, og annað launafólk hjá íþróttafélögunum, sem er að koma til móts við félögin,“ sagði Guðni í Sportinu í dag. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig UEFA og FIFA myndu styðja sín sambönd: „Ég held að það sé ótímabært að tjá sig um það en það eru miklir fjármunir í sjóðum hjá FIFA, og mér skilst að FIFA ætli sér að koma með einhvers konar aðstoð til sambandanna og þá aðildarfélaganna innan hvers sambands. Að sama skapi er UEFA auðvitað með ágætis fjármuni. Þar eru menn þó að horfa mögulega fram á verulegt tap tekna vegna breytinganna á EM sem átti að fara fram í sumar, og óvissunnar með Meistaradeildina og svo framvegis. Menn þurfa því að fara varlega, alveg eins og við erum að gera í KSÍ. Við vitum ekki hvernig allir þessir atburðir munu hafa áhrif á okkar fjárhag líka. Við þurfum því að fara varlega en ég geri ráð fyrir því að það verði einhvers konar stuðningur þessara alþjóðasambanda við fótboltann. Við munum fyrst og fremst auðvitað láta okkar aðildarfélög njóta þess. Þetta mun vonandi koma í ljós á næstu dögum og vikum,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um stuðning FIFA og UEFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41