Skammgóður vermir í Vesturbænum: Eiganda grindverksins langar til þess að vola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 13:42 Vesturbæingur nokkur birti mynd af skemmdunum í dag í hverfishópnum Vesturbærinn. Íbúar eru upp til hópa afar ósáttir með skemmdirnar. Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn. Reykjavík Myndlist Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Fjölmörgum Vesturbæingum er ekki skemmt þessa stundina. Í annað skiptið á fjórum dögum hafa verið unnin skemmdarverk á vegglistaverki á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið er eftir listamanninn Juan Pictures og er upp úr tölvuleiknum sívinsæla Super Mario. Vísir greindi frá því á annan í páskum að lögregla hefði verið kölluð til vegna konu sem hafði málað yfir Hallgrímskirkju, sem var hluti af listaverkinu. Nú virðist sem spreyjað hafi verið yfir hluta af verkinu. Ólöf Magnúsdóttir, eigandi grindverksins, sagði í samtali við Vísi ótrúlega gaman hve vel fólkið í hverfinu hefði tekið listaverkinu. Málið var tilkynnt til lögreglu á mánudaginn sem ræddi við konuna. Ólöf sagðist ekki ætla að kæra konuna en vonaði til þess að verkið fengi að vera í friði héðan í frá. Listamaðurinn Juan mætti svo til samstundis og lagaði skemmdirnar. Síðan hafa liðið rúmir þrír dagar og aftur hafa verið unnar skemmdir á verkinu. „Lögreglan er búin að koma í dag og við búin að láta vita að við viljum gera eitthvað í málunum núna. Ég veit ekki hver þetta er eða hvað vakir fyrir henni. En mig langar pínu að fara bara að vola núna,“ segir Ólöf í umræðuþræði um málið í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. Listamaðurinn Juan segist ætla að laga skemmirnar aftur um leið og veður bjóði upp á það. „Ég er tilbúin að laga verkið þúsund sinnum,“ segir Juan. Vesturbæingar skilja hvorki upp né niður í hegðun konunnar. Margir telja augljóst að viðkomandi eigi við veikindi að stríða. Arnar Tómas Valgeirsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er með kenningu á hnyttnum nótum. „Hún er pottþétt bara bitur Sega Mega eigandi,“ segir Arnar Tómas og vísar til samkeppnisaðila í leikjatölvubransanum. Vesturbæingar virðast upp til hópa ánægðir með listaverkið og hvetja aðra til þess að láta frjáls framlög af hendi renna til listamannsins sem gerði það endurgjaldslaust. Juan var mættur við grindverkið á sjötta tímanum í dag til að gera við skemmdirnar. Hann lýsti stöðunni sem störukeppni. Hann ætlaði ekki að láta skemmdarvarg spilla gleðinni. Hann myndi halda áfram að laga skemmdirnar.Vísir/Kolbeinn TumiSpreyjað hafði verið yfir Hallgrímskirkju og fleira í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Fréttin var uppfærð með myndum af Juan að laga skemmdirnar seinni partinn.
Reykjavík Myndlist Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira