„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 20:57 Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og því þarf Haraldur, eins og aðrir í flugvélinni, að fara í fjórtán daga sóttkví. Eftir að hann lenti á Íslandi sagði Haraldur að flugferðin hafi verið óþægileg. „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt. Okkur öll,“ sagði Haraldur. Hann sagði þó að við komuna hingað heim hefðu venjulegir starfsmenn tekið á móti þeim. Ekki með grímur eða eitthvað slíkt. Hann sagði það að hann væri að fara í tveggja vikna sóttkví ekki vera spennandi. „Maður verður að gera það. Það er bara þannig.“ Haraldur sagði engan í flugvélinni hafa sýnt einkenni. Sem er það sama og almannavarnir sögðu fyrr í dag. Hann sagði þó að það hefði komið sér á óvart að ekki væri búið að færa fólk til í flugvélinni. „Sætið sem ég bókaði upprunalega í janúar, ég var bara með það sæti, og hinir sem ég þekkti þarna, þessir fáu, það var það sama. Þeir voru bara með þau sæti sem þeir keyptu,“ sagði Haraldur. Eftir skíðaferðir sínar fór Haraldur oft í bæinn í Madonna og sagðist hann hafa fylgst með íbúum þar. Hann hafi ekki séð vott af ummerkjum um kórónuveiruna þar. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Veronavélin lent í Keflavík Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. 7. mars 2020 17:58 Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. 7. mars 2020 12:00 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og því þarf Haraldur, eins og aðrir í flugvélinni, að fara í fjórtán daga sóttkví. Eftir að hann lenti á Íslandi sagði Haraldur að flugferðin hafi verið óþægileg. „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt. Okkur öll,“ sagði Haraldur. Hann sagði þó að við komuna hingað heim hefðu venjulegir starfsmenn tekið á móti þeim. Ekki með grímur eða eitthvað slíkt. Hann sagði það að hann væri að fara í tveggja vikna sóttkví ekki vera spennandi. „Maður verður að gera það. Það er bara þannig.“ Haraldur sagði engan í flugvélinni hafa sýnt einkenni. Sem er það sama og almannavarnir sögðu fyrr í dag. Hann sagði þó að það hefði komið sér á óvart að ekki væri búið að færa fólk til í flugvélinni. „Sætið sem ég bókaði upprunalega í janúar, ég var bara með það sæti, og hinir sem ég þekkti þarna, þessir fáu, það var það sama. Þeir voru bara með þau sæti sem þeir keyptu,“ sagði Haraldur. Eftir skíðaferðir sínar fór Haraldur oft í bæinn í Madonna og sagðist hann hafa fylgst með íbúum þar. Hann hafi ekki séð vott af ummerkjum um kórónuveiruna þar.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Veronavélin lent í Keflavík Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. 7. mars 2020 17:58 Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. 7. mars 2020 12:00 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13
Veronavélin lent í Keflavík Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. 7. mars 2020 17:58
Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. 7. mars 2020 12:00
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32