Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 18:00 Valdís Þóra Jónsdóttir spilar í Mosfellsbæ um helgina en getur ekki aflað sér verðlaunafjár erlendis þessar vikurnar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. Valdís segir að öfugt við marga aðra Íslendinga virðist hún ekki geta fengið neinar bætur vegna þeirra tekna sem hún missi af. „Ég átti að vera í Frakklandi að spila í síðustu viku og ætti að vera á Spáni núna, og hefði í raun ekkert átt að koma heim fyrr en um miðjan júní. En það er búið að fresta öllu í maí, júní og júlí þannig að maður er bara hérna heima, með engan séns á tekjum og fellur á milli alls staðar í kerfinu. Þetta er búið að setja lífið mikið úr skorðum en maður veit að það eru stærri hlutir sem skipta máli núna og ber virðingu fyrir því,“ sagði Valdís við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég myndi vilja sjá betri stuðning við einstaklingsíþróttir. Við eigum ekki rétt á neinu núna, erum algjörlega réttindalaus í öllum kerfum á Íslandi. Við eigum ekki rétt á atvinnuleysisbótum, augljóslega komumst við ekki á hlutabótaleið því við erum ekki tæknilega séð fyrirtæki, þannig að ég myndi vilja sjá meira öryggisnet fyrir íþróttamenn sem eru að keppa fyrir Ísland og eru að reyna að koma Íslandi betur á kortið í öllum íþróttum. Það væri fínt að fá stuðning frá ríkinu þegar eitthvað svona kemur upp á, og líka þegar ekkert svona er í gangi,“ segir Valdís. Alls kostar óvíst er hvenær hún mun geta keppt að nýju á Evrópumótaröðinni eða öðrum mótum erlendis: „Það eru mót enn þá á dagskrá í ágúst og þau eiga að vera í Bretlandi. Eins og ástandið er þar núna þá er maður bara í biðstöðu. Maður veit ekkert hvort maður fer út þá eða ekki. Vonandi kemst þetta af stað í haust en þangað til bíður maður þolinmóður eftir nýjum fréttum. Maður fær nýjar fréttir vikulega,“ segir Valdís sem keppir í Mosfellsbæ nú um helgina á ÍSAM-mótinu. Klippa: Sportpakkinn - Valdís segir íþróttafólk þurfa betri stuðning Golf Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45 Sterkasta golfmót allra tíma hér landi? Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. 13. maí 2020 19:30 Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. 15. maí 2020 20:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
„Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. Valdís segir að öfugt við marga aðra Íslendinga virðist hún ekki geta fengið neinar bætur vegna þeirra tekna sem hún missi af. „Ég átti að vera í Frakklandi að spila í síðustu viku og ætti að vera á Spáni núna, og hefði í raun ekkert átt að koma heim fyrr en um miðjan júní. En það er búið að fresta öllu í maí, júní og júlí þannig að maður er bara hérna heima, með engan séns á tekjum og fellur á milli alls staðar í kerfinu. Þetta er búið að setja lífið mikið úr skorðum en maður veit að það eru stærri hlutir sem skipta máli núna og ber virðingu fyrir því,“ sagði Valdís við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég myndi vilja sjá betri stuðning við einstaklingsíþróttir. Við eigum ekki rétt á neinu núna, erum algjörlega réttindalaus í öllum kerfum á Íslandi. Við eigum ekki rétt á atvinnuleysisbótum, augljóslega komumst við ekki á hlutabótaleið því við erum ekki tæknilega séð fyrirtæki, þannig að ég myndi vilja sjá meira öryggisnet fyrir íþróttamenn sem eru að keppa fyrir Ísland og eru að reyna að koma Íslandi betur á kortið í öllum íþróttum. Það væri fínt að fá stuðning frá ríkinu þegar eitthvað svona kemur upp á, og líka þegar ekkert svona er í gangi,“ segir Valdís. Alls kostar óvíst er hvenær hún mun geta keppt að nýju á Evrópumótaröðinni eða öðrum mótum erlendis: „Það eru mót enn þá á dagskrá í ágúst og þau eiga að vera í Bretlandi. Eins og ástandið er þar núna þá er maður bara í biðstöðu. Maður veit ekkert hvort maður fer út þá eða ekki. Vonandi kemst þetta af stað í haust en þangað til bíður maður þolinmóður eftir nýjum fréttum. Maður fær nýjar fréttir vikulega,“ segir Valdís sem keppir í Mosfellsbæ nú um helgina á ÍSAM-mótinu. Klippa: Sportpakkinn - Valdís segir íþróttafólk þurfa betri stuðning
Golf Sportpakkinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45 Sterkasta golfmót allra tíma hér landi? Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. 13. maí 2020 19:30 Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. 15. maí 2020 20:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45
Sterkasta golfmót allra tíma hér landi? Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. 13. maí 2020 19:30
Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. 15. maí 2020 20:00