Norræna siglir með farþega á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 16:10 Norræna í höfn á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“ Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira