Will Ferrell varð hugfanginn af Eurovision: „Þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 14:00 Will Ferrell elskar Eurovision. Svo mikið að hann ákvað að gera mynd um keppnina. Toppiði það. Vísir/EPA Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur. Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur.
Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira