Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. maí 2020 06:30 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Einar „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ sagði Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata í Víglínunni í gær þar sem hún ræddi frumvarp til laga um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna. Frumvarp til laga um neyslurými sem hefur fengið jákvæðan hljómgrunn inni á Alþingi en bent hefur verið á það að lögin um neyslurými, sem eru rými sem gerð eru til að tryggja þeim sem neyta fíkniefna í æð öruggt umhverfi, í sjálfu sér væru ekki örugg fyrir fólk með fíknivanda þar sem engin leið væri fyrir það að nýta sér rýmin án þess að gerast lögbrjótar. „Ég skynja að það er viðhorfsbreyting og eins og við vitum þá eru stjórnmálin alltaf dálítið lengi að taka við sér en þetta er að miklu leyti byggt á þingsályktunartillögu sem þingflokkur Pírata lagði fram og var samþykkt samróma, allir flokkar voru með 2014,“ sagði Halldóra. Halldóra sagði að í kjölfar tillögunnar hafi orðið breyting í umræðu um málaflokkinn og mikið farið að tala um skaðaminnkun og hvernig sé hægt að aðstoða fólk sem á við fíknivanda að stríða frekar en að hegna því. „Það hjálpar mjög mikið þegar þjóðir taka róttæk skref í þessa átt eins og Portúgal gerði á sínum tíma og önnur lönd í kring um okkur sem hafa verið að feta þessi skaðaminnkunarskref. Auðvitað hefur það áhrif á umræðuna sem hefur orðið á alþjóðavettvangi sem kemur svo til okkar,“ sagði Halldóra. Fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi Halldóra segir augljóst að stefnuleiðin sem gildi í dag gangi ekki vel. Hin svokallaða „sænska leið“ var innleidd hér á landi á tíunda áratugnum og er fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi. Bent hefur verið á að fíklar í Svíþjóð hafa það einna verst og lítið sé gert til að koma þeim aftur á fætur. Halldóra sagði augljóst hvaða áhrif stefnuleiðirnar sem farnar eru í málaflokknum hafa. Mikill munur sé til dæmis í málaflokknum í Svíþjóð og Portúgal. „Það er samt meira að segja þegar við höfum þessar sannanir fyrir frama okkur og við sjáum hvernig Svíar eru búnir að uppskera með þessari stefnu sinni. Það er samt erfitt fyrir fólk að komast að þessari niðurstöðu að þessi leið sé ekki að virka því þetta er svo mikið tilfinningamál hjá fólki. Við viljum ekki að börnin okkar séu að nota vímuefni, við viljum ekki að fólkið í umhverfi okkar, fólk sem okkur þykir vænt um sé að nota vímuefni,“ sagði Halldóra. „Þar af leiðandi höldum við á einhvern hátt að ef við segjum „nei, það má ekki“ að það muni bara leysa vandann. Við vitum það að það leysir ekki vandann og sérstaklega þegar við horfum á hvað fíkn er.“ Hún sagði að nýjar rannsóknir bendi til að vandamálið sé oft og tíðum ekki vímuefnin sjálf, það séu ekki þau sem skapi vandann heldur sé það undirliggjandi vandi. Vímuefnin séu leið sem aðilarnir noti til að flýja. „Við viljum aðstoða fólk við að tengjast aftur sjálfu sér, umhverfinu sínu og ástvinum sínum á heilbrigðan hátt svo þau geti hætt að nota þessi vímuefni.“ Víða hafa lög um fíkniefni tekið miklum breytingum þar með talið í Portúgal og Noregi. Skýrsla sem gefin var út af nefnd sem sett var saman í Noregi til að meta stefnur í málaflokknum kom út nýlega og sagði Halldóra að meðal þess sem kæmi fram í þeirri skýrslu væri hvatning til norskra stjórnvalda um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna og fjármagna meðferðarúrræði. Í Portúgal voru neysluskammtar afglæpavæddir og stórfé var sett í það að aðstoða fólk við að tengjast samfélaginu aftur og komast út á vinnumarkaðinn. Meðal annars greiðir ríkið helming launa fólks séu atvinnurekendur tilbúnir til að gefa þeim tækifæri og starfa hjá sér. „Það er risastór hluti velgengni þessarar leiðar hjá þeim í Portúgal. Við verðum líka að bjóða upp á þessa aðstoð og við verðum að fara að nálgast þennan málaflokk og þetta fólk sem á við fíknivanda að stríða sem einstaklinga sem við viljum aðstoða og veita umhyggju og styðja og styrkja mannréttindi þeirra. Við þurfum að fara af þessari braut að refsa fólki.“ Fíkn Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ sagði Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata í Víglínunni í gær þar sem hún ræddi frumvarp til laga um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna. Frumvarp til laga um neyslurými sem hefur fengið jákvæðan hljómgrunn inni á Alþingi en bent hefur verið á það að lögin um neyslurými, sem eru rými sem gerð eru til að tryggja þeim sem neyta fíkniefna í æð öruggt umhverfi, í sjálfu sér væru ekki örugg fyrir fólk með fíknivanda þar sem engin leið væri fyrir það að nýta sér rýmin án þess að gerast lögbrjótar. „Ég skynja að það er viðhorfsbreyting og eins og við vitum þá eru stjórnmálin alltaf dálítið lengi að taka við sér en þetta er að miklu leyti byggt á þingsályktunartillögu sem þingflokkur Pírata lagði fram og var samþykkt samróma, allir flokkar voru með 2014,“ sagði Halldóra. Halldóra sagði að í kjölfar tillögunnar hafi orðið breyting í umræðu um málaflokkinn og mikið farið að tala um skaðaminnkun og hvernig sé hægt að aðstoða fólk sem á við fíknivanda að stríða frekar en að hegna því. „Það hjálpar mjög mikið þegar þjóðir taka róttæk skref í þessa átt eins og Portúgal gerði á sínum tíma og önnur lönd í kring um okkur sem hafa verið að feta þessi skaðaminnkunarskref. Auðvitað hefur það áhrif á umræðuna sem hefur orðið á alþjóðavettvangi sem kemur svo til okkar,“ sagði Halldóra. Fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi Halldóra segir augljóst að stefnuleiðin sem gildi í dag gangi ekki vel. Hin svokallaða „sænska leið“ var innleidd hér á landi á tíunda áratugnum og er fíklum ekki sýnt neitt umburðarlyndi. Bent hefur verið á að fíklar í Svíþjóð hafa það einna verst og lítið sé gert til að koma þeim aftur á fætur. Halldóra sagði augljóst hvaða áhrif stefnuleiðirnar sem farnar eru í málaflokknum hafa. Mikill munur sé til dæmis í málaflokknum í Svíþjóð og Portúgal. „Það er samt meira að segja þegar við höfum þessar sannanir fyrir frama okkur og við sjáum hvernig Svíar eru búnir að uppskera með þessari stefnu sinni. Það er samt erfitt fyrir fólk að komast að þessari niðurstöðu að þessi leið sé ekki að virka því þetta er svo mikið tilfinningamál hjá fólki. Við viljum ekki að börnin okkar séu að nota vímuefni, við viljum ekki að fólkið í umhverfi okkar, fólk sem okkur þykir vænt um sé að nota vímuefni,“ sagði Halldóra. „Þar af leiðandi höldum við á einhvern hátt að ef við segjum „nei, það má ekki“ að það muni bara leysa vandann. Við vitum það að það leysir ekki vandann og sérstaklega þegar við horfum á hvað fíkn er.“ Hún sagði að nýjar rannsóknir bendi til að vandamálið sé oft og tíðum ekki vímuefnin sjálf, það séu ekki þau sem skapi vandann heldur sé það undirliggjandi vandi. Vímuefnin séu leið sem aðilarnir noti til að flýja. „Við viljum aðstoða fólk við að tengjast aftur sjálfu sér, umhverfinu sínu og ástvinum sínum á heilbrigðan hátt svo þau geti hætt að nota þessi vímuefni.“ Víða hafa lög um fíkniefni tekið miklum breytingum þar með talið í Portúgal og Noregi. Skýrsla sem gefin var út af nefnd sem sett var saman í Noregi til að meta stefnur í málaflokknum kom út nýlega og sagði Halldóra að meðal þess sem kæmi fram í þeirri skýrslu væri hvatning til norskra stjórnvalda um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna og fjármagna meðferðarúrræði. Í Portúgal voru neysluskammtar afglæpavæddir og stórfé var sett í það að aðstoða fólk við að tengjast samfélaginu aftur og komast út á vinnumarkaðinn. Meðal annars greiðir ríkið helming launa fólks séu atvinnurekendur tilbúnir til að gefa þeim tækifæri og starfa hjá sér. „Það er risastór hluti velgengni þessarar leiðar hjá þeim í Portúgal. Við verðum líka að bjóða upp á þessa aðstoð og við verðum að fara að nálgast þennan málaflokk og þetta fólk sem á við fíknivanda að stríða sem einstaklinga sem við viljum aðstoða og veita umhyggju og styðja og styrkja mannréttindi þeirra. Við þurfum að fara af þessari braut að refsa fólki.“
Fíkn Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Velferðarnefnd skilaði samdóma áliti um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um neyslurými til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Það þýðir að frumvarpið verður að lögum. 13. maí 2020 19:30