Mörg hundruð manns voru mætt við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur.
Ungt fólk var í miklum meirihluta, enda margir nýbúnir í prófum og hafa ákveðið að gera sér glaðan dag.
Að neðan má sjá þegar starfsmenn Laugardalslaugar opnuðu dyrnar eina mínútu eftir miðnætti.