Meiri upplýsingar, betra aðgengi Aron Leví Beck skrifar 18. maí 2020 18:00 Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarstjórn Reykjavík Aron Leví Beck Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í heimi stjórnmálanna eru ótal atriði sem þarf sífellt að endurskoða, bæta, breyta eða laga. Verkefnin eru fjölbreytt, eins misjöfn og þau eru mörg. Í skipulags- og samgöngumálunum eru til að mynda ákvarðanir teknar frá því hvar ruslastampar eiga að vera yfir í hvar skuli byggja stórhýsi, skóla eða jafnvel ný hverfi. Umfangið er mikið og allt er þetta mikilvægt. Þegar ég byrjaði í borgarstjórn var eitt sérstakt mál sem ég vissi að ég ætlaði mér að koma í gegn. Mér hefur verið þetta málefni hugleikið um nokkurt skeið þó það snerti okkur kannski ekki öll, eða við höldum það að minnsta kosti. Almenningssamgöngur fyrir alla og bætt aðgengi fyrir fólk í strætisvagna borgarinnar. Til eru stoppistöðvar í borginni sem eru illfærar fyrir fólk sem notar hjólastól, er með barnavagn eða er kannski orðið fótafúið. Þetta mál verður nú tekið föstum tökum og verður fyrsti áfangi í þessu verkefni unninn í sumar. Þ.e.a.s. safnað verður upplýsingum um aðgengi stoppistöðva, upplýsingum sem hægt er að nýta í strætó appið til þess að sjá hvaða stöðvar eru aðgengilegar og hverjar ekki og svo að sjálfsögðu er vinnunni svo fylgt svo eftir með því að bæta aðgengi á þeim stoppistöðvum sem þykja ekki aðgengilegar til hins betra. Á þeim tíma sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég tekið þátt í ýmsum málum á sviði velferðar-, samgöngu- og skipulagsmála. Þetta verkefni er mér samt sem áður afar hugleikið og fagna ég þessum frábæra áfanga! Almenningssamgöngur eiga að vera fyrir alla og það er okkar verk, sem fulltrúar fólksins í borginni, að sofna aldrei á verðinum og halda áfram að gera Reykjavík að þeirri skemmtilegu og góðu borg sem hún er. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar