Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson hefur sett fallegt parhús í Austurkór í Kópavogi á sölu.
Hafþór hefur búið í húsinu í nokkur ár en hann er í sambandi með Kelsey Henson og eiga þau von á sínu fyrsta barni saman.
Eignin er á einni hæð innst í botnlanga við jaðar náttúrunnar við Austurkór.
Fallegur garður með skjólgirðingu, hellum og grasi, heitum og köldum potti, útisturtu og fylgir niðurgrafið trampólín með í kaupunum.
Húsið er 150 fermetrar að stærð og eru þar þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 81,9 milljónir en fasteignamatið er 69,4 milljónir. Húsið í Austurkór var byggt árið 2014.
Hér að neðan má sjá myndir af eign Fjallsins.







