Gagnrýnir rithöfunda harðlega fyrir sérhyggju Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 10:58 Fyrrverandi rektor Listaháskólans furðar sig á ofríki rithöfunda sem sjá ekkert athygavert við það að taka til sín langstærstu sneiðina af kökunni þó það séu einkum sviðslistamenn sem hafa mátt súpa seyðið af samkomubanninu. LHÍ Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og fyrrverandi rektor Listháskólans gagnrýnir forystufólk Rithöfundasambandsins harðlega vegna aukins framlags til listamanna úr launasjóði listamanna vegna samkomubannsins. „Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna, að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi sitt aðalstarf af því að flytja list sína fyrir framan fólk, meira að segja stundum fyrir framan stóra hópa af fólki í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi mest af sínum tekjum af því einmitt að flytja list sína fyrir fólk, lifandi fólk í rauntíma, oft í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er það sem rithöfundar núna hrifsa til sín stærsta hlutann af sárabótunum vegna tekjumissins í kóvít-faraldrinum þegar það eru einmitt listamenn í allt öðrum greinum sem mest hafa misst af tekjunum? Hvers vegna, - já, hvers vegna?“ spyr Hjálmar meðal annars í ítarlegri grein sinni. Misjafnlega gefið úr aðgerðarpakkanum Vísir hefur fjallað um þessa aukaúthlutun en í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta þrengingum vegna Covid-19 er ætlunin að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af þeim 1544 sem um sóttu starfslaun listamanna. Listamenn voru í fyrstu ánægðir með þetta aukafjármagn en svo kom babb í bátinn varðandi skiptingu þessara fjármuna en lögum samkvæmt deilist féð eftir tiltekinni formúlu: Rithöfundar fá um 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Sem er ekki í nokkru samræmi við það hvar skórinn kreppir helst. Hjálmar sakar rithöfunda um sérgæsku, segir formann Rithöfundasambandsins svara réttmætri gagnrýni á þessa skiptingu svo til að ekki hafi verið gerð nein marktæk könnun á því hvar tekjutapið af samkomubanninu hafi komið harðast niður á meðal listamanna og gefi þannig lítið fyrir kvartanir sviðslistafólksins um að það hafi verið svipt lífsviðurværi sínu og ætti því bæturnar frekar skilið. Óforskömmuð viðbrögð rithöfunda og ofríki „Annar stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu gerir því skóna að tekjutap rithöfundarins vegna niðurfelldra kynninga á sjálfum sér og verkum sínum hafi ekki verið síðra áfall fyrir hann en niðurfelling tónleika og sýninga hafi verið fyrir tónlistarmanninn og sviðslistakonuna. Hjálmar segir aðra listamenn sæta ofríki af hálfu rithöfunda. Aðrir listamenn þori ekki að svara af ótta við að eiga reiði þeirra yfir höfði sér og það sé ekkert spaug. Sem sagt, í augum forsvarsmanna rithöfunda er augljóst vandamál ekki til á meðan ekki liggur fyrir því sönnun með „marktækum könnunum,“ og þeir fullyrða blygðunarlaust að sjálfskynningar þeirra og upplestrar í bókasaöfnum séu sambærileg í þessu samhengi við meginstörf sviðlista- og tónlistarfólks.“ Grein Hjálmar er ítarleg og athygli vekur að þó um sólarhringur sé síðan hann birti hana þá hafa engir rithöfundar lyft penna til andmæla á Facebooksíðu hans. Hjálmar veltir því meðal annars fyrir sér hvers vegna listamenn úr öðrum greinum hafi sætt sig við að þeim sé svona mismunað gagnvart kollegum sínum úr rithöfundastétt? Segir þá muldra en æpa ekki, þusi fremur en skrifi. Þar kemur til óbilgirni og yfirgangur rithöfunda; hræðsla eða vanmáttarkennd; „ótti við að takast á við þetta afl, afl stjórnmála og skáldskapar í einum samruna, og kalla yfir sig reiði rithöfundanna sem stýra frásögninni, og kunna alltaf betur að koma orðunum fyrir sig heldur en við hin sem vinnum list okkar í önnur efni. Karl Ágúst Úlfsson er formaður Rithöfundasambandsins.visir/vilhelm Hver vill kalla yfir sig reiðiköst frá best skrifandi rithöfundum þjóðarinnar, og hver vill láta hafa sig að háði og spotti á opinberum vettvangi fyrir það eitt að geta ekki svarað í sömu mynt með flóknu orðfæri og leiftrandi stíl? Það auðvitað vill enginn og því er betra að þegja.“ Hjálmar segir viðbrögðin við „óforskömmuðum yfirlýsingum forsvarsmanna rithöfunda um úthlutun úr sárabótarsjóðum vegna framkomubannsins sýna þetta að einhverju leyti“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Listamannalaun Tengdar fréttir Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00 Tíföldum listamannalaunin Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. 13. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og fyrrverandi rektor Listháskólans gagnrýnir forystufólk Rithöfundasambandsins harðlega vegna aukins framlags til listamanna úr launasjóði listamanna vegna samkomubannsins. „Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna, að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi sitt aðalstarf af því að flytja list sína fyrir framan fólk, meira að segja stundum fyrir framan stóra hópa af fólki í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi mest af sínum tekjum af því einmitt að flytja list sína fyrir fólk, lifandi fólk í rauntíma, oft í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er það sem rithöfundar núna hrifsa til sín stærsta hlutann af sárabótunum vegna tekjumissins í kóvít-faraldrinum þegar það eru einmitt listamenn í allt öðrum greinum sem mest hafa misst af tekjunum? Hvers vegna, - já, hvers vegna?“ spyr Hjálmar meðal annars í ítarlegri grein sinni. Misjafnlega gefið úr aðgerðarpakkanum Vísir hefur fjallað um þessa aukaúthlutun en í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að mæta þrengingum vegna Covid-19 er ætlunin að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af þeim 1544 sem um sóttu starfslaun listamanna. Listamenn voru í fyrstu ánægðir með þetta aukafjármagn en svo kom babb í bátinn varðandi skiptingu þessara fjármuna en lögum samkvæmt deilist féð eftir tiltekinni formúlu: Rithöfundar fá um 35 prósent starfslauna, myndlistarmenn 27 prósent, hönnuðir 3 prósent, sviðslistarfólk tæp 12 prósent, tónlistarflytjendur 11 prósent og tónskáld 12 prósent. Sem er ekki í nokkru samræmi við það hvar skórinn kreppir helst. Hjálmar sakar rithöfunda um sérgæsku, segir formann Rithöfundasambandsins svara réttmætri gagnrýni á þessa skiptingu svo til að ekki hafi verið gerð nein marktæk könnun á því hvar tekjutapið af samkomubanninu hafi komið harðast niður á meðal listamanna og gefi þannig lítið fyrir kvartanir sviðslistafólksins um að það hafi verið svipt lífsviðurværi sínu og ætti því bæturnar frekar skilið. Óforskömmuð viðbrögð rithöfunda og ofríki „Annar stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu gerir því skóna að tekjutap rithöfundarins vegna niðurfelldra kynninga á sjálfum sér og verkum sínum hafi ekki verið síðra áfall fyrir hann en niðurfelling tónleika og sýninga hafi verið fyrir tónlistarmanninn og sviðslistakonuna. Hjálmar segir aðra listamenn sæta ofríki af hálfu rithöfunda. Aðrir listamenn þori ekki að svara af ótta við að eiga reiði þeirra yfir höfði sér og það sé ekkert spaug. Sem sagt, í augum forsvarsmanna rithöfunda er augljóst vandamál ekki til á meðan ekki liggur fyrir því sönnun með „marktækum könnunum,“ og þeir fullyrða blygðunarlaust að sjálfskynningar þeirra og upplestrar í bókasaöfnum séu sambærileg í þessu samhengi við meginstörf sviðlista- og tónlistarfólks.“ Grein Hjálmar er ítarleg og athygli vekur að þó um sólarhringur sé síðan hann birti hana þá hafa engir rithöfundar lyft penna til andmæla á Facebooksíðu hans. Hjálmar veltir því meðal annars fyrir sér hvers vegna listamenn úr öðrum greinum hafi sætt sig við að þeim sé svona mismunað gagnvart kollegum sínum úr rithöfundastétt? Segir þá muldra en æpa ekki, þusi fremur en skrifi. Þar kemur til óbilgirni og yfirgangur rithöfunda; hræðsla eða vanmáttarkennd; „ótti við að takast á við þetta afl, afl stjórnmála og skáldskapar í einum samruna, og kalla yfir sig reiði rithöfundanna sem stýra frásögninni, og kunna alltaf betur að koma orðunum fyrir sig heldur en við hin sem vinnum list okkar í önnur efni. Karl Ágúst Úlfsson er formaður Rithöfundasambandsins.visir/vilhelm Hver vill kalla yfir sig reiðiköst frá best skrifandi rithöfundum þjóðarinnar, og hver vill láta hafa sig að háði og spotti á opinberum vettvangi fyrir það eitt að geta ekki svarað í sömu mynt með flóknu orðfæri og leiftrandi stíl? Það auðvitað vill enginn og því er betra að þegja.“ Hjálmar segir viðbrögðin við „óforskömmuðum yfirlýsingum forsvarsmanna rithöfunda um úthlutun úr sárabótarsjóðum vegna framkomubannsins sýna þetta að einhverju leyti“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Listamannalaun Tengdar fréttir Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00 Tíföldum listamannalaunin Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. 13. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. 21. apríl 2020 23:00
Tíföldum listamannalaunin Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. 13. apríl 2020 09:00