Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2020 20:13 Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes. Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes.
Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira