Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2020 20:11 Árni Bragason landgræðslustjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28