Mikilvægt að ræða veiruna við börn: „Engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 14:31 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00