Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 18:00 Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri félagsins sem fékk mest úr sjóðnum. vísir/s2s Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira