Varð ástfanginn af lyftingum: „Maður finnur eitthvað og það heltekur mann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 22:00 Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag. vísir/s2s Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum