Varð ástfanginn af lyftingum: „Maður finnur eitthvað og það heltekur mann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 22:00 Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag. vísir/s2s Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira