Myndsímtöl verða ekki leyfð á kvennadeild: „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun“ Hrund Þórsdóttir skrifar 11. mars 2020 11:20 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu Landspítalans, segir að því miður verði ekki hægt að leyfa myndsímtöl úr sónarskoðunum. Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun. Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ekki stendur til að leyfa myndsímtöl á kvennadeild Landspítalans, eins og margir hafa kallað eftir í ljósi frétta gærdagsins um takmarkanir á umgengni á deildinni. Spítalinn tilkynnti í gær að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum, sagðist í gær hafa fullan skilning á óánægju með ákvörðunina en að aðstæður væru mjög óvenjulegar: „Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ sagði Hulda. Þessi tíðindi lögðust illa í marga og hafa verðandi foreldrar til að mynda bent á að þeir séu tveir í hverju tilfelli og hafa myllumerki á borð við #pabbarskiptalíkamáli sést í umræðunni. Upptökur myndskeiða og myndsímtöl hafa verið bönnuð á spítalanum og hafa ýmsir spurt hvort slaka megi á því banni í ljósi aðstæðna, svo að makar geti með þeim hætti verið viðstaddir sónarskoðanir. Ekki stendur til að leyfa þetta. Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir“ „Við ræddum þetta í gær en komumst að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki leyft myndsímtöl. Sónarskoðun er viðkvæm og erfið rannsókn sem krefst mikillar einbeitingar hjá starfsfólki. Myndsímtöl geta haft truflandi áhrif á skoðunina auk þess sem tímaramminn býður ekki upp á þetta,“ segir Hulda. Ekki sé svigrúm til að leyfa stutt myndsímtal í lok skoðunar. „Við höfum bara hálftíma til að ljúka hverri skoðun sem er mjög knappt og okkur veitir ekkert af þeim tíma.“ Hulda minnir á að konurnar fái myndir úr sónarskoðunum og nú fleiri myndir en áður voru í boði. „Við erum bara nýlega farin að geta vistað myndirnar rafrænt inn í Heilsuveru, þar sem konurnar hafa svo aðgang að myndunum í gegnum símann sinn eða tölvu. Við getum þess vegna látið þær hafa fleiri myndir en við gátum þegar við þurftum að prenta þær allar út,“ segir Hulda. Ekki sé þó hægt að vista myndskeið á Heilsuveru. „Ég skil að fólk sé ósátt við þessa ákvörðun og vonandi lenda ekki margir í þessu,“ segir hún. „Við vonum að þetta óvenjulega ástand gangi fljótt yfir, en vitum samt auðvitað ekkert um það.“ Einn starfsmaður kvennadeildar er nú í sóttkví og annar bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna mögulegs kórónaveirusmits. Um er að ræða lækna í báðum tilfellum. Ríflega 40 starfsmenn Landspítalans eru í sóttkví og sex í einangrun.
Landspítalinn Wuhan-veiran Tengdar fréttir Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55