Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:00 Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00