Golf

Fyrrum leikmaður Víkings ærðist af gleði á golfvellinum | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agnar Darri í leik með Víking
Agnar Darri í leik með Víking Vísir/Facebook-síða Agnars

Agnar Darri Sverrisson, fyrrum leikmaður Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu og núverandi leikmaður Magna Grenivíkur sem leikur í næst efstu deild brást einkar skemmtilega við er hann áttaði sig á því að hann hafði fengið albatross á áttundu holu á Gufudalsvelli í Hveragerði.

Hann einfaldlega ærðist af gleði en eflaust mun hann aldrei leika þetta eftir. 

Albatross er þegar kylfingur leikur holu á þremur höggum undir pari. Áttunda hola Gufudalsvallar er par fimm hola en Agnar fór hana í aðeins tveimur höggum.

Agnar Darri hefur komið víða við á knattspyrnuferlinum. Árin 2014 og 2015 lék hann með Víking í efstu deild en þá hefur hann einnig leikið fyrir BÍ/Bolungarvík, Magna frá Grenivík og Þór Akureyri.

Myndband af viðbrögðum Agnars má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×